Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 15.05.1923, Blaðsíða 8
i6 SKINFAXI ist ekki nú orðið á meðal þeirra. En þeim verður stundum liált á því að „þúa“ hvern mann, sem þeir tala við, er þeir koma hingað til föðurlandsins. Er dæmi til þess, sem nú skal greina. íslendingur, sem lengi hafði dvalið í Ameríku, tók sér ferð á hendur hing- að til lands til þess að sjá landið og fornar stöðvar áður en hann dæi. peg- ar hann kom til Englands, steig hann á skip, sem var á leið til íslands. Með- al farþeganna var íslendingur, sem var búsettur hér á landi. Iiann taldi sig víst af skárra taginu. þetta var fyrsti hérlendi íslendingurinn, sem Vestanmaðurinn sá, síðan hann fór til Ameríku, og af gleðinni yfir því að sjá þarna landa sinn, heilsaði hann hon- um vingjarnlega, og varð það á að ,,þúa“ hann, um leið, samkvæmt sið- venju þar vestra. En hinn brást reið- ur við og jós yfir hann óbótaskömm- um, fyrir ókurteisina. pað má nærri geta, hvernig Vestanmanninum varð við slíkar undirtektir. Hann reyndi að afsaka sig eftir föngum, en það stoð- aði ekkert, hinn varð ennþá verri í svörum, og sýndi af sér enn meiri fyrirlitningu. En atvik kom fyrir á leiðinni tii íslands, að hann varð þó feginn að vera upp á Vestanmanninn kominn, og leitaði síðar vinfengi hans með smjaðri. og fagurgala. Ungmennafélögunum einum verður torsótt að fá menn alment til að hætta að þérast, þó að þeim takist það inn- an félagsskaparins. Ef þeim ætti nokk uð að verða ágengt í því efni, þyrftu ungmennafélagar að „þúa“ alla utan- félagsmenn, án þess að taka tillit til mannvirðingar. En því aðeins væri þetta áformandi, að félagsskapurinn tæki upp merki með orðinu „þú“, og ungmennafélagar bæri pað í augsýn allra þeirra, sem þeir ávai-pa og tala við. G. D. Veðreiðar. Veðreiðar voru háðar, í Reykjavík, á annan í hvítasunnu. Fljótasti hesturinn setti nýtt niet í kappreiðum lieir á landi. Það ætti að vera öllum æsku- mönnum metnaðarsök, að eiga sem besta og fegursta hesta. Engin þjóð þarf að treysta ineir á hestinn sinn en Islending- ar. Þess vegna hafa þeir oft fundið livað það var satt, sem Einar kvað. Knapinn á hestbaki er kongur um stund, kórónulaus á hann ríki og álfur. Rit Guðmundar Hjaltasonar. Eins og áður hefir verið getið í Skinfaxa, hefir sambandsstjórn U. M. F. I. tekið að sér að gangast fyrir því, að æfisaga Guð- mundar Hjaltasonar, ásamt úrvalsfyrirlestr- uni hans, yrði gefin út. Margir munu bíða þessarar bókar nieð óþreyju, og er það að vonum, því það er alkunnugt að Guð- mundur var einhver hinn ágætasti maður sem nokkuru sinni hefir starfað fyrir ís- lenskan og norskan æskulýð. Nú er unnið af kappi að gerð þessarar bókar og má því heita að mál þetta sé vel á veg komið. Bókarinnar verður síðar getið nánar í blaðinu. Sendimaður. Jens Hólmgeirsson ferðað- ist síðast liðinn vetur fyrir stjórn U. M. F. í. Fór hann um Mýra- Borgarfjarðar- Dala- og Húnavatnssýslu. Jens hefir gefið sambandsstjórn glögga og ítarlega skýrslu um ferðir sínar, og er sannfærður um að flest af þeim félögum, sem hann hefir lieimsótt, eiga þroskavænlega framtíð fyrir höndum. Ársþing. Samband íslenskra barnakenn- ara heldur ársþing sitt um mánaðamótin júní og júlí. Ýmsir af helstu mentamála- leiðtogum landsins hefja umræður og flytja fyrirlestra á þinginu. Prentsm. Acta h.f. — 1923

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.