Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.06.1923, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.06.1923, Qupperneq 1
SV\xv5ax'\ 3. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚNÍ 1923. XIV. ÁR Norsk ungmennafélög. Stefnuskrá norska ungamennafélaga er á þessa leið : »Ungmennafélög Noregs vilja vinna að þjóðlegri mentun á norskum grundvelli, og að samtökum og samvinnu meðal æskumanna þjóðarinnar«. Norðmenn telja það eigi auðvelt fyrir nútíðina, að skilja til hlítar andlegt á- stand æskulýðsins í sveitum Noregs, áður og um það leyti, sem undmennafélags hreyf- ingin fyrst hóf herferð sína og safnaði æskulýðnum undir merki sitt. Einmitt þá voru alvarleg tímamót í norsku þjóðlífi. Hið gamla varð að þoka fyrir nýjum straumum og stefnum. Af þessu leiddi jafnvægisskort á ýmsum sviðum og efnahágur bænda fór versnandi. Utn alþýðufræðslu í sveitum var enga að ræða. Það voru aðeins embættismennirnir, sem þóttu hafa efni og ástæður til að afla börnum sínum nokkurrar mentunar. Strax og þau höfðu slitið barnsskónum, voru þau send burt úr sveitunum, oftast í æðri skólana. Meginþorri æskulýðsins átti því eigi annars úrkosta en að hýrast heima við strangan aga og siðalærdóm hinna eldri. Var slíkur agi, ásamt trúarbragðalegri kreddufestu eitt af aðaleinkennum þess tíma. Unglingunum fanst því heimavistin dauf og þráðu alt annað en það, sem eldra fólkið og daglegu störfin kröfðust. Afleiðingin varð sú að þeir leituðu helst gleðinnar utan heimilanna og bárust þá oft inn á óheillabrautir. Á sunnudaga varð það smátt og smátt aðaliðja þeirra að liggja úti um víðavang við brennivíns- drykkju og safnast svo saman er. leið að kvöldi við dans og gleðilæti, á afskektum stöðum, þar sem skjól var fyrir ákúrum hinna rétttrúuðu siðameistara. Það gefur að skilja hvílíkan óhug þessar og þvílík- ar athafnir vöktu hjá eldra fólkinu. Og þar kom, að alt sem æskulýðurinn aðhafðist var talið vera synd og heimska, ef það gat ekki beinlínis talist til hins eina nauðsýn- lega. Þannig stóðu nú sakir þegar Grundtvigs- stefnan kom til sögunnar. Óðfluga breiddist hún út frá lýðháskólunum og hóf kristilegt líf og starf hátt yfir helgikreddur og trú- arlærdóm. Allur dauður lærdómur var Grundtvig ógeðfeldur. Hann hélt því fram að fyrst og fremst þyrfti að vekja þjóðirn- ar og það yrði best gert með hinu lifandi orði. Og þá fyrst yrði kristindómurinn frelsun þjóðanna, ef hægt væri að byggja félagsskap á kristilegum grundvelli, kristi- legri mannúð og réttlæti. Það gefur að skilja að kenning þessi var mjog andstæð hin- um eldri trúarkreddum. Lífsskoðun Grundt- vigs gaf lífinu meira gildi. Hún gaf æsk- unni málefni til að starfa fyrir. Hún varð æskulýðnum ljós, er lýsti veg hans og sýndi honum hvar hann var staddur. Hér var verkefni fyrir starfshugi og stríðs- hugi tápmikilla æskumanna. Sá æsku- lýður, sem hafði daufheyrst við hegn- ingarræðum eldra fólksins, reis nú upp í eldmóði af áhuga fyrir málefnum þjóðfé- lagsheildarinnar og fylgdist af alhug með

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.