Skinfaxi - 01.06.1923, Page 4
20
SKINFAXI
Skinfaxi
Útgefandi: Samb. Ungmennafél. Islands
12 blöð á ári. Verð 3 krónur. Gjalddagi
fyrir 1. júlí.
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin-
faxi Reykjavík Pósthólf 516.
kosti tii að bera og skulu nokkrir þeirra
nefndir:
1. Unglingurinn fær hér von um aukn-
ar tekjur og leggur því viljugur frístundir
sínar til starfsins, lærir þessvegna iðjusemi
af frjálsum vilja og. fær áhuga fyrir rækt-
un landsins. Með því kæmist hann bezt
að raun um, hvers virði sú stétt er, sem
frá landnámstíð hefir barist fyrir að rækta
landið. Gæti þá svo farið, að hann fengi
löngun til að gera það að köllun sinni að
verða samherji hennar, og þar með skap-
aði hann sér fasta lífsstefnu.
2. Þetta yrði engin þegnskylduvinna,
framkvæmd eftir lagaboði, því allir skilja
að hér vinna þeir fyrir sjálfa sig og fá
laun verka sinna. Agóðinn yrði þá nokk-
urskonar uppbót á árslaunin.
3. Væri því svo fyrir komið, að félags-
menn, í hverju einasta ungmennafélagi
legðust á eitt, og á einum eða fleiri stöð-
um, á svæði sínu, ræktuðu lítinn blett með
nytjurtum, sem hægt er að selja, auk trjá-
gróðurs og skrautjurta, þá er ekki óhugs-
andi, að það yrði til þess að styrkja bönd-
in milli félagsmanna innbyrðis. Þeir hafa
þá ekki aðeins andleg áhugamál sameigin-
leg, en eiga líka reit, sem þeir vilja vernda
og prýða, reit, sem þeir fá ágóða af, bæði
handa félagi því sem þeir starfa í, og einn-
ig eitthvað handa sjálfum sér, sem laun
fyrir unninn starfa.
I hugum framfarafrömuða allra þjóða
eiga uppeldismálin stór ítök. Þeir viður-
kenna þá þýðingu, sem það hefir, að æsku-
lýðurinn taki rétta lífsstefnu, svo að hann
hafi gert sér ljóst hvert takmark hans er
og hvaða leið hann vilji fara til að ná því,
þegar aldur hans krefur að hann verði
fullveðja borgari ríkisins.
Undirstaða allra atvinnuvega er vinn-
an, náttúran og rekstursfé. Framleiðslan
stendur í hlutföllum til hve miklu atvinnu-
greinin ræður yfir af nefndum skilyrðum.
Ef starfsemi í framanskráða átt, næði fram
að ganga og hefði þau áhrif að sveitaheim-
ilin héldu sonum sínum og dætrum heima,
og veittu þeim betri kjör og lærdómsrík-
ar ánægjustundir, þá næði hún tilgangin-
um: að störf vor skuli byrjuð og enduð
í þeim átt-högum, sem við erum tengdir
við með flestum böndum.
Pálmi Einarsson,
cand. agric.
Innsæi og undirvitund.
Starfsemi Manasar. Þeir munu margir,
er gengið hafa í Guðspekifélagið, sem hafa
þráð það undir niðri að öðlast einhverja
dulræna gáfu. Þrá þessi er oft eðlileg.
Hver sá maður, er þykist hafa ástæðu til
þess að ætla, að þessi mikli fróðleikur, sem
er að finna í ritum guðspekinga um æðri
heima til dæmis, eigi rætur að rekja til
dulrænna gáfna, — hlýtur að finna hjá sér
löngun til að öölast þær.
En svo segja dulfróðir menn, að marg-
ar dulgáfur hafi meiri eða minni hættur í
för með sér, ef menn hafa ekki tekið ákveðn-
um siðferðiþroska.
En það er einn dulrænn hæfileiki, sem
sérhver maður ætti að geta öðlast og not-
fært sér, án þess að stofna sér í verulega
hættu. Hann er þessi, sem þér munið hafa
lesið út úr sögukorni þessu. Allir ættu að
geta látið Mamas, þ. e. undirvitund sína,
starfa betur fyrir sig en flestir gera.
Skulum vér athuga þetta nokkuð nánar,
Gerum ráð fyrir því, að þú ætlir að
skrifa einhverjum kunningja þínum bréf.