Skinfaxi - 01.07.1923, Side 5
SKINFAXl
3 7
kaffisamsæti, þar setn setið var langt fram
á nótt við ræðuhöld söng og hljóðfæra-
slátt.
I sambandi við ársþingið eru venjulega
fluttir alþýðufyrirlestrar. Að þessu sinni
talaði form. samb, B. G. um uppeldis- og
mentamál og ritari samb. B. I. urn tvö
stefnuskrár- og skuldbindingaratriði U. M.
F.: Kristilega grundvöllinn og bindindis-
heitið. Voru þeir heldur linlega sóttir.
Þegar við héldum heim á leið fylgdu
félagar Arvaks okkur langt á leið. —
Veðrið var unaðslegt eins og alt af nú,
og gerði sitt til að auka á ánægjuna og
gera okkur þessa ferð ógleymanlega. —
Eg hefi nú orðið margar slíkar ferðir til
samanjpurðar í endurminningunni, og er
erfitt að gera upp á milli, en þroski og
festa finst mér vera að færast í félagslífið
og ná öflugri tökum.
B. G.
Brot úr bréfi.
Borgarfjörður hefir lengi verið talinn rík-
ur af náttúrugæðum og hann á líka feg-
urri sögu en flestar aðrar sveitir. Hann er
varðaður minnismerkjum milli fjalls og
fjöru, eða alla leið frá Gilsbakka og út til
Borgar.
Borgfirðingar hafa því gilda ástæðu til
að minnast þess, að eitt af því sem vermt
hefir sveitalífið best í íslenskum dölum, er
það hve dyggilega menn hafa geymt hið
besta og merkasta, sem gerst hefir.
Má því ætla að Borgfirðingum verði
að líta aftur um skut, er þeir sigla út Faxa-
flóa, og horfa á fjöllin sín meðan þau eru
að hverfa. A milli þessara fjalla er þeirra
helgilundur, því þar liggja spor feðranna.
Þeir minnast búniannsgiftu Gríms og sjá
Egil í anda, sægarpinn, bændahöfðingjann
og þjóðsk'áldið. Hanu víkingurinn og lielj-
armennið, sem svo oft hafði staðið með
brugðinn brand og ekki kunni að hræðast,
var þó eitt sinn vafinn svo þétt af sorgar-
skuggum lífsins, að honum fanst hann ekki
hafa þrek til að lifa. En þá talaði brag-
gyðjan í brjósti Egils og hann tók að
kveða. Þegar skáldið stóð á vegamótum
lífs og dauða, vann hann það kraftaverk,
sem staðist hefir eyðing aldanna.
Sonatorrek er síbrennandi viti, sem bjarg-
að hefir nútíðarmönnum frá blindskerjum
óvissunnar og leitt þá að hugarlöndum
kynslóðar, sem lifði fyrir meir en 9 öld-
um.
Það er minningin um ofurmennið Egil,
sem átt hefir sinn sterka þátt í því, að
vekja karlmennskuþrekið og íþróttaáhug-
ann í nútíðar Borgfirðingum.
A sviði íþróttanna hefir Ungmennasam-
bandi Borgfirðinga tekist að lyfta Grettis-
tökum, sem eru margföld ofraun einstök-
um mönnum, en félagslundin á létt með
að vinna. Eitt af þeim er íþróttamót hér-
aðsbúa, sem nú er haldið hvert sumar á
Hvítárbökkum. Þar er þreyttur knattleik-
ur að fornunr sið og kept um verðlaun fyrir
glímur, sund, hlaup, stökk, kúluvarp, spjót-
kast o. fl.
En nútíðarkynslóðin hefir komist feti
framar en fornmenn stóðu. Henni er það
ljóst, að dagleg störf á aö setja á bekk
með íþróttum og listum. Þess vegna hafa
Borgfirðingar orðið fyrstir til að þreyta
kappslátt á leikmótum sínum.
En það er annað og meira sem vakir
fyrir Borgfirðingum en að sýna íþróttir og
keppa um verðlaun einu sinni á ári. Þeir
hafa tekið íþróttirnar í þjónustu uppeldis-
ins með því að liafa árlega námskeið, á
einum eða fleiri stöðum,í landnámi Skalla-
Gríms. Þeir, sem námskeiðin sækja, kenna
svo aftur sveitungum sínum. Á þennan
hátt tekst þeim að minnast hinna frægu
fornkappa sinna og skapa um leið félags-
lund og starfshætti í fullu samræmi við
kröfur nútímans.
Það var endurminningin um forna frægð-
ardaga og framfaraþrá hinnar tuttug-
k..