Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.09.1923, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.09.1923, Qupperneq 2
50 SKINFAXI lega hvort sem þeir ætla að dvelja hér lengur eða skemur. Sá hugsunarháttur virðist um of ríkj- andi hjá okkur, að við þurfum flest að þyggja, en höfum fátt að gefa. II. íslenzka þjóðin veit að hún á fólginn mikinn auð í óræktuðu landi, fossum og fiskimiðum. þegar hægt verður að nota þann auð til hlítar, verður ísland stór- um fjölmennara en það er nú, og hefir margfalt meiri viðskifti við önnur lönd. þá má ætla, að ferðamannastraumur verði mikill í landinu, því það er ágæt- lega til þess fallið fyrir margra hluta sakir. En hvort verður þá íslenzka þjóð- in þræll eða herra kraftsins og auðsins ? það fer eftir því, hvort hún þekkir sinn vitjunartíma. Ilér þarf því að standa vel á verði bæði utanlands og innan. Innan- lands eru góðir lýðskólar og ungmenna- félög líklegust til þess að efla þjóðlega menningu og bægja óhollum straumum frá sveitunum. En sú hliðin, sem snýr að útlöndum, er ekki síður athugaverð, og munu eðlilega skiftar skoðanir um, hvað hagkvæmast sé að gera í því efni. Dansk-íslenzka félagið starfar nú að samvinnu milli sambandsþjóðanna, og er það góðra gjalda vert. En þó eru margir, sem telja það enn þýðingar- meira, að treysta bræðraböndin milli Norðmanna og Islendinga. Helgi Valtýs- son og fleiri hafa ritað um þetta mál og bent á ýms góð ráð, sem hægt væri að nota. Skifti norskra og íslenzkra stú- denta munu koma hér áð góðu liði. Nú er orð á því, að prófessor Sigurður Nordal muni flytja til Kristianiu og gerast prófessor við háskóla Norð- manna. Ekki er ólíklegt, að margir telji þessa ráðabreytni stórskaða íslenzkum bókmentum. En aðrir munu ætla, að Nordal hafi betri skilyrði í Noregi en hér heima til þess að vinna ættjörð sinni gagn. Mar'gir landar, sem dvalið hafa lang- vistum í Höfn, hafa unnið stórvirki fyr- ir sína þjóð. Má ætla, að lífsskilyrðin fyrir andleg fræ af íslandi séu ekki lak- ari í Noregi en þau hafa verið í Dan- mörku. Tungu okkar og bókmentir mun þó mest um vert í þessum félagsmálum. Við þurfum að beita okkur fyrir því, að þýtt verði á nýnorsku það sem nú er bezt ritað á íslenzku. Slíkt mundi hvetja Norðmenn til að heimsækja íslenzkar sveitir og dvelja hér svo lengi, að þeir skilji og tali okkar mál. pá fyrst skilja þeir kjör okkar og hætti. Margir Islendingar hafa farið til Nor- egs og unnið þar að landbúnaði um lengri eða skemmri tíma. Að því loknu hafa þeir oft dvalið þar við lýðskóla eða aðrar mentastofnanir einn eða fleiri vet- ur. þetta hefir oft reynst ágætlega. Ef hægt væri að fá Norðmenn til að nota sama ráðið á íslandi, mundi það koma báðum frændþjóðunum að góðu liði. Síðastliðinn vetur hafa Norðmenn flutt ræður og ritað blaðagreinar um ferðir sínar hér á landi. þeir bera frænd- um sínum söguna vel í öllum greinum, en tungan og bókmentirnar hafa þó hrif- ið þá langmest. þeim er það ljóst, að ís- lenzkan er lifandi norræna og þangað liggja rætur nýnorskunnar. Mikil og margbreytt er sameign Is- lendinga og Norðmanna. þeir þekkja forna frægðardaga, hafa líka verið öðr- um háðir um langt skeið, en sjá nú aft- ur dagrenning. þegar íslendingurinn kynnist bókmentum Norðmanna, les t. d. bækur eftir Björnson, Ibsen eða Werge- land, finnur hann, að það eru frændur hans sem tala, og sé hann hjá minnis- merkjum þessara manna, finst honum að hann standi á helgum stað. Eitthvað líkt mun Norðmönnum fara, ef þeir ferðast hér og skilja íslenzkt mál. G. B.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.