Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1923, Side 7

Skinfaxi - 01.09.1923, Side 7
SKINFAXl 55 til, svo sem fyrirlestrastarfsemi, útgáfu blaða, íþróttir, leikmót o. fl. Strjálbýli, illfæra vegi og marga fleiri af verstu erfiðleikum ungmennafélag- anna hafa Snæfellingar við að stríða, ekki síður en margir aðrir. En hins ber að gæta, að hvergi er brýnni þörf fyrir öfluga starfsemi ung- mennafélaganna en í útnesjasveitum. þar eru áhrifin venjulega minst frá um- heiminum og oftast nær erfitt að ná til andlegra fanga. J>ar hljóta menn öðrum fremur að búa að því, sem fæst í heima- högum. Öllum þarf að verða það ljóst, að það er lífsskilyrði, að búa æskuna svo vel sem auðið er undir framtíðarstörf- in, en samtíðin krefst þess að það sé gert með félagsvinnu og samstarfi. Hvern sannan menningarneista, sem flýgur yf- ir fjöll eða dali, þarf að höndla og hag- nýta, ekki handa einum og einum, held- ur handa öllum í félagi. En framar öllu öðru þarf að kenna æskunni að standa föstum fótum á fósturmold og minnast þess, að „rótar- slitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg“. Hvert stefnir? það er orðið mjög alvarlegt áhyggju- efni allra hugsandi manna, hvaða örlög muni bíða þjóðar vorrar í nánustu fram- tíð. Síðustu árin hefir endurtekning þessara orða kveðið við um land alt: „Nú eru erfiðir tímar“. „Nú er ískyggilegt útlit“. „Nú er þröng fyrir dyrum“. þetta er sárbitur sannliekur. þótt hingað hafi aðeins borist gufan af blóð- baði Norðurálfunnar, þá hefir hún byrgt svo fyrir heiðríkju framtíðarinnar, að fjöldinn sér ekki lengur þá loftkastala, sem hófust úr blámóðu fjarlægðarinnar um og eftir aldamótin síðustu. Allur félagsskapur hér á landi var þá í bernsku og var þess vegna ekki búinn að ná svo föstu skipulagi, að hann gæti staðið straum af afleiðingum styrjald- arinnar. Ungmennafélögin voru aðeins búin að taka fyrsta fjörkippinn, þegar plágurnar dundu yfir land vort. þau samanstóðu að mestu leyti af félitlum unglingum, sem flestir voru öðrum háð- ir. það virðist þess vegna ástæðulaust að halda, að þau hefðu öðrum fremur komist hj á að lækka seglin meðan snörp- ustu hrynurnar riði hjá garði. Eldgos, drepsótt og ógurleg dýrtíð dundu eitt yfir annað, lögðust sem farg yfir þjóð vora og kreptu að kjarna hennar. Undir því fargi hefir mörgum orðið æðiþungt um andardráttinn. Ýmsir hafa mist máttinn, tapað stefn- unni og orðið að líða undir oki óblíðra örlaga. Margir af beztu áhugamönnum vorum urðu of djarftækir til fram- kvæmda, og reistu sér hurðarás um öxl, um það leyti sem gj aldmiðillinn var að falla í gildi. Afleiðingarnar marka skýr- ari spor með degi hverjum. Fjármál landsins, félaga og einstaklinga eru nú þannig komin, að „alt er í kalda koli“. Engum dylst nú hvert stefnir í þeim efnum. • Eyðslusemi þjóðarinnar var líka í fylsta máta óhófleg meðan góðærin stóðu yfir, og sparnaðaröldurnar hófust ekki fyr en í ótíma. Stórfé hefir verið fleygt út úr landinu fyrir erlenda sið- spillingu, svo sem áfengi, tóbak og aðra munaðarvöru. Ennfremur glysvöru og annan hégóma. þegar þetta bætist við alt það fé, sem farið hefir út úr landinu fyrir rándýr framleiðslutæki og nauðsynjavöru, og þess er gætt, hvað innlendar afurðir hafa hrokkið skamt á móti, þá fer mann

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.