Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1924, Blaðsíða 5
SKINFAXI 61 5. 1. Ólafur Brynjólfsson á 45,6 sek., 2. Sigurður Steindórsson (Á.) á 46,2 sek., og 3. Ágúst Brynjólfsson (K. R.) á 53,2 sek. Sundið var þreytt i besta veðri út við Örfirisey, fyrir utan Grandagarðinn, á þeim stað, sem væntanlegur sundskáli Reykvíkinga ætti að standa. Verðlaunin voru afhent, með mikilli viðhöfn, af forseta I. S. í. í Iðnó 25. júni. Flesta vinninga á mótinu fengu þeir Ós- valdur Knudsen og Reider Sörensen, 13 stig hvor þeirra; Kristján L. Gestsson og Geir Gigja fengu báðir 11 stig, en porgcir Jónsson 8 stig. — Hvaða félag hlýtur hinn fagra l'arandbikar 1. S. I. fyrir flesta vinninga á mótinu, er enn cigi útkljáð, þegar þetta er ritað. Eins og venja hefir verið undanfarin ár, var Íslandsglíman háð rétt á eftir Allsherjarmótinu. Keppendur voru nú 8. Úrslit urðu þau, að Sigurður Greips- son lagði alla og' varð glímukappi ís- lands í þriðja skiftið; en fegurðarverð- laun fékk porgeir Jónsson frá Varma- dal; var það silfurbúið horn, sem Steinn Emilsson, steinafræðingur hefir gefið t. S. í. Hornið er nefnt Stefnuhornið, og skal keppa um það á liverri tslands- gJimu. — þetta var fjórtánda tslands- gliman sem þreytt hefir verið; hefir liún verið háð fjórum sinnum á Akur- eyri, en tíu sinnum í Reykjavík. Lengst hefir íslandsbeltið verið í vörslum Sig- urjóns Péturssonar, eða frá 12. júní 1910 lil 17. júní 1919. — pað er ekki ósenni- legt, að Sigurður Greipsson eigi eftir að vinna íslandsbeltið í mörg ár enn, lialdi hann jafnvel áfram glímuiðkunum, og áður. í „Skinfaxa“ í fyrra (14. árg., 6. tbl.) er mynd af S. G., ásamt grein, sem sjálfsagt er fyrir alla að lesa, sem kynn- ast vilja þessum glæsilega glímumanni. Bennó. Ræktarleysið. Víða i blöðum og bókum, tímarit- um og tali, hefir það verið látið í veðri vaka, að jarðyrkju og landbúnaði — yfirleitt — hafi fleygt fram, svo furðu gegni, nú hin síðari árin. En mér finst alt annan veg. Mér þykir svo sem land- búnaðurinn, og þar með ræktunin, hafi — svo að segja — staðið í stað síðan á söguöld. Gott ef honum hefir ekki hnignað að sumu leyti. Öðrum atvinnuvegum hefir ,aftur á móti fleygt fram í stórum stil á kostn- að sveitaiðjunnar. Kröftunum, sem sveitalíf hinna fyrri alda var búið að skapa, þeim var beint í alt aðra átt en þá, að klæða landið. Fólkið, sem í sér fól þessa strauma afls og menningar, fann fljótgerðara verk- efni fyrir krafta sina við sjávarsiðuna og bæirnir uxu. Aliir, sem komnir eru til vits og ára þekkja þetta, og skynja, hvað til grund- vallar liggur. Aðalatriðið er samveru- löngunin. Löngunin til þess að njóta, fljóta með fjöldanum. Starfa í einingu. petta er lika i sjálfu sér göfugt og sjálf- sagt grundvallaratriði, fyrir vexti og viðgangi hinna íslensku bæja. En þó cr það liættulegt. Hættulegt vcgna þess, hve sterk dráttartaug það er. pví að þegar sveitaafkvæmin hafaverið þarna manns- öldrum saman, þá kemur fram hin sýni- lega afturför í þroskun og lifi mann- anna. Afturför, sem tilbreytingaleysi og þrótlleysi kaupstaðalífsins hvervetna hefir í för með sér. En þó — staðhátt- anna vegna, að öllum líkindum, — óvíða fremur, cn cinmitt héf á landi. Hugsum okkur mismuninn á táp- miklu sveitalífi, þar sem dugnaður og orka eru að verki og reglulegu bæja- Jífi, þar sem götupjakk „pjattaðra“ aumingja, sem forfeður okkar mundu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.