Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1924, Qupperneq 1

Skinfaxi - 01.10.1924, Qupperneq 1
wi\a JO. BLAB REYKJAYÍK, OKT. 1924. XV. ÁR Breyting við næsíu áramót. Á Sambandsþingi U. M,. F. í., sem haldið var síðastliðið vor, var samþykt að breyta mánaðarritinu Skinfaxa í árs- fjórðungsrit. Arkatala á ári skal vera hin sama og verið hefir siðastliðin ár. Hverju félagi innan Sambands U. M. F. 1. er skylt að kaupa jafnmörg ein- tök af ritinu og félagar eru margir i ársbyrjun, enda hefir ritið enga aðra útsölumenn en ungmennafélögin, á þeim stöðum, sem Sambandsfélög eru starfandi. Verð ritsins skal vera kr. 1,50 til félagsmanna, en til utanfélags- manna verður það hið sama og verið hefir. Breyting þessi á útgáfu ritsins, verður gerð um næstu áramót. Ætlast er til, að héraðsstjórnir sendi nafn eins manns i hverju félagi til ritstjóra Skin- faxa fyrir febrúarmánaðarlok næst- komandi; skal senda ritið tii hins til- greinda manns hvers félags, annasthann um útsending Skinfaxa og sér um að andvirði hans verði greitt skilvislega á félagssvæði sínu. Umboðsmenn rits- ins greiða það til héraðsstjórna sinna, og þær sjá um að gjöld þessi verði send skilvíslega, annaðhvort til gjaldkera Sambands U. M. F. í. eða ritstjóra Skin- faxa. Skinfaxi hefir nú verið gefinn út sem mánaðarrit í 15 ár, og má fullyrða að hann hefir verið fjöregg ungmennafé- laganna framar öllu öðru. Engínn fé- lagsskapur og þvi siður menningar- starfsemi, sem varðar alla þjóðina, get- ur átt sjer stað, nema þvi aðeins, að hin einstöku félög og félagar kynnist þeim hugsjónum og áhugamálum, sem sam- verkamenn þeirra og aðrir menningar- frömuðir eiga. pað er kjörorð ung- mennafélaga, að vinna fyrir alþjóðar uppeldi. )?au eiga að safna frækornum, fögrum og þroskavænlegum, og gróð- ursetja þau í andans akri íslendinga. Til þess að vinna þetta mikla verk, þurfa þau að afla sér bæði erlendrar og inn- lendrar í'eynslu. pau þurfa útlend áhrif, holl og styrkjandi, læra af þeim, sem best kunna, og færastir eru i hverri grein. peim þarf að vaxa svo fiskur um hrygg, að þau geti sent framgjarna og gáfaða unglinga, konur og karla, um heimsins frægustu mentalönd; þar á þetta fólk að vinna og vaxa, flytja svo feng sinn heim, og bræða hann sam- an við það merkasta, sem islenska þjóð- in átti á gullaldardögunum, og merk- uslu Islendingar hinna siðustu alda hafa unnið að og dreymt um. pessi erlendu áhrif eiga að verða gróðrardögg i is- lensku þjóðlífi. Sú gróðrardögg á að blandast alislenskum uppsprettum, sem geyma frjómagn þroskaðrar reynslu. pessum uppsprettum á að veita út um landið svo nákvæmlega, að enginn blett- ur verði útundan.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.