Skinfaxi - 01.02.1928, Blaðsíða 5
SKINFAXI
21
þó ekki ált sér stað, enn sem komið cr. U. M. F. hafa
engan þátt átt í því, sem gert hefir verið nú nýverið,
nefnilega velja skólastaðinn. pau hafa ekki enn þá
leitt þræturnar um s t a ð i n n inn í umræður um mál-
ið á héraðsþingum, talið það aukaatriði en ekki aðal-
atriði.
Árhók „SkarpJiéðins“ 1927 var gefin ut i vor. Hún
hefir inni að lialda þinggerðina og útdrátt úr síðustu
skýrslum. par má sjá gleggri mynd af starfsemi U.
M. F. hér eystra, en unt er að gefa i stuttri grein. Ár-
bókinni var útbýtt til flestra félaga á sambandssvæð-
inu og auk þess var hún send öllum lijeraðssambönd-
um o. fl.
Hið árlega héraðsmót „Skarphéðins“ var haldið 2.
júlí áð pjórsártúni. par var kcpt í þessum íþrótlum:
Glímu, 100 m. hlaupi, sundi, hástökki og langstökki.
í glímu og hlaupi keptu tveir flokkar, eldri og yngri.
Takmörk 17 ára aldur. Keppendur voru 25 alls, frá
11 félögum, en 16 félög eru í héraðssambandinu. prenn
verðlaun veitt fyrir hverja íþrótt, nema kappglimu eldra
l'loklvs. par er kept um silfurskjöld, Skarphéðinsskjöld-
inn svo nefnda, og auk þess veitt fegurðarglímuverð-
laun (silfurpeningur). Verðlaun í öðrum íþróttum eru
oftast viðurkenningarskjöl, stundum silfurpeningar (1.
verðlaun). p(‘ssir unnu fyrstu verðlaun á héraðsmótinu
í vor: í kaþpglímu, eldra flokks: Gestur Gúðmundsson
á Sólheimum, sem nú vann Skarphéðinsskjöldinn i
annað sinn. Fegurðarglímuverðlaun hlaut Sigurður Gr.
Thorarensen Sigtúnum. Kappglímu í yngra flokki vann
Jón Björnsson frá Hlennniskeiði. í 100 m. hlaupi Björn
Bl. Guðmundsson frá Eyrarbakka í eldra flokki, og
Júlíus Geirsson, frá U. M. F. Skeiðamanna, í yngra
flokki. í hástökki Brynjólfur Ketilsson frá Álfsstöðum;
langstökki Björn Bl. Guðmundsson og sundi Bjarni
Einarsson, Landeyingur. — Flest verðlaun, í stigum
talið, lilaut U. M. F. Skciðamanna, 20 slig, og fékk að