Skinfaxi - 01.02.1928, Page 11
SKINFAXI
27
um land alt. ]?au ferðuðust bæ frá bæ og sveit úr sveit,
tötrum klædd og heimilislaus. íslensk gestrisni var
þeim alt. Örlæti hennar hefir oft verið við brugðið, en
þó mun það vart ofmælt, að stundum liafi faðmur
hennar reynsl þessum vesalingum kaldur.
Margar sögur liafa gengið af islensku förufólki,
um sumt af þvi er það sagt, að það hafi vart verið í
húsum Jiæft, oftast launað gott með illu, og ekki ver-
ið til neins nýlt. Hinsvegar bar margt af því það með
sér, að það var fætt til einhvers betra en þess, sem
það hlaut. Sumt af því átti ótæmandi fróðleiksfýsn,
var sílesandi og síritandi. I flokki þess voru menn, sem
reyndust fróðir um margt, orðhagir og skjótir til svara.
Aðrir höfðu yndi af að kynnasl náttúrunni, fegurð
liennar og fjölbreytni, söfnuðu grösum og bergtegund-
um, eða fóru með læknislyf. Enn aðrir voru dverghag-
ir og lék þvi flest í liöndum þeirra. Samtíð þessara
manna hafði óljósa tilfinningu fyrir því, að þeir voru
að vissu leyti höfði Iiærri en fjöldinn að andlegu at-
gervi. þeir höfðu hæfileika til að sjá betur og finna
sárar til en aðrir, en þá skorti tækifæri til þess að
njóta, eins og konungabörnin sem nornirnar hneptu í
álagafjötra.
Einn af þessum vel gefnu en einkennilegu mönnum
var Mylnu-Kobbi. Rangt væri það mjög að kalla hann
betlara eða ónytjung, hann beiddist vist aldrei gjafa,
og var hinn mesti vinnumaður, enda varð hann allvel
fjáður og krafðist þó sjaldan launa fyrir verk sín, en
mjög var hann einkennilegur í háttum, og ofl á far-
aldsfæti, og áreiðanlega liefði miklu meira mátt verðn
úr hæfileikum hans en raun varð á.
Jakob var fæddur í Skagafirði 1823, og dvaldi löng-
um norður þar. Hann var hinn mesti hagleiksmaður
á alt sem hann gerði, en einkum lagði hann stund
á járnsmiði og steinhögg. Voru allar smiðarhansframúr-
skarandi traustlega gerðar, og þóttu sumar þeirra unn-