Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 7
SKINFAXI 87 Fyrsta verk okkar var að leggja veg úr Þingvalia- braut, milli Kárastaða og Almannagjár, og alt norður að Öxará. Var hann nokkuð á 3. km. á lengd, en ekki bárum við ofan I hann, enda skorti okkur öll tæki til þess. Alls var vegurinn reiknaður 148 dagsverk. Við veginn var lokið 19. júni. En þá kom nokkuð skrítið fyrir. Hátiðanefndin var ekki farin að hugsa um, hvað hún ætti að láta okkur gera næst, og mátti hún þó vita að ekki myndi vegarspottinn endast okkur alt sutnar- ið. Ómögulegt reyndist að ná nefndinni saman á fund eins fljótt og þurfti, því að mig grunaði síst þetta fyrirhyggju- leysi, þangað til þann 18., að eg bað um frekari fyrir- skipanir um starfið. Nú stóðu þeir félagar mínir, 12 að tölu, verklausir austur á Þingvöllum, en eg beið einhverr- ar niðurstöðu í Rvík. Loks tóku tveir nefndarmenn (Ás- geir Ásgeirsson og Jónas Jónsson) af skarið, og sögðu okkur að gera gangstíg ofan I Almannagjá kippkorn fyrir sunnan öxarárfoss og svo eftir gjánni niður að ánni. Þetta var nefndin búin að samþykkja að þyrfti að gera, en hitt var alls órannsakað, hvernig ætti að gera það. Urðum við því að vinna verkið algerlega upp á eigin ábyrgð, og er það allilt á þessum stað, þar sem maður þorir helst ekki að hreyfa við neinnum hlut án skýlauss samþykkis hlutaðeigandi nefnda. 35 dagsverk lögðum við í gangstíg þenna, og er hann þó næsta ófullkominn. Hann er að vísu ágætlega fær, en hitt kemur ekki til nokkurra mála, að hann geti nándar nærri fullnægt öllum þeim fjölda fólks, sem þarf að komast þar upp og ofan, ef tjaldað verður uppi við Öxará, eins og ráðgert er. Það hafði komið til tals, að við fengjum að byggja búð í fornum stll. Hugðum við nú loks að þeim starfa komið, er gangstígnum var lokiö. Hátíðanefndin mun og ekki hafa verið þess ófús, en samþykki Þingvallarnefnd- ar var ófengið, og er það ennþá, mér vitanlega. Því varð það úr, að við byrjuðum nú á að laga farveg Öxarár niður á völlunum, en þaö hefir fornminjaverð

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.