Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.1928, Blaðsíða 13
SKINPAXI 93 vart þarf minna til þess að breyta unglingi, sem ef til vill er boginn og styrður af vana og striti, seinfær og daufur, gera hann að iturvöxnum manni, léttum f lund. Þá hefi eg nefnt þetta tvent hið dýrðlegasta, sem okkur ber að keppa að; ræktun lýðs og lands. Það á að vera okkar framtíðardraumur. Sig. Greipsson. Heimilisiðnaður. Þar setn ungmennafélögin hafa tekið heimilisiðnaðinn á stefnuskrá sína, er ekki nema sanngjarnt, að þau gangi á undan, og geri eittlivað honutn tii eflingar. Sýnt er, að heimilisiðnaði vorum hefir lirakað síðuslu áratugi, og er nauðsynlegt að hefjast lianda, og bæta eitthvað úr því, sem aflaga fer. — Geta má þess, að heimilisiðnaðurinn hefir verið ein hin traustasta undir- staða undir hið heilbrigða og skemtiiega heimilislíf sveita- bæjanna. Má þar benda á hinar skemtilegu kvöldvökur, sem ógleymanlegar eru þeim, sem þeirra urðu aðnjót- andi, og tnunu þær hafa verið sá skemtiþáttur, sem gert hefir heimiiin aðiaðandi þá, ekki sist ungu fóiki, og leggist þær niður að fullu er hætt við, að fólk dvelji ekki lengur í sveitum landsins á vetrum, og er þá sveita- menningunni hætta búin. — Væri ekki æskilegt og jafn- vel eðlilegt, að hinir núverandi alþýðuskólar hefðu kvöld- vökur fyrir nemendur sína, þannig, að þeir sætu saman hver við sitt verk, og einn kvæði eða læsi skemtiiegar eða fræðandi bækur? Þó ekki væri öll kvöld myndi það ná tilganginum. — Þessu tná koma við í öllunt þeim skólum, sem heimavistir hafa. Einnig gætu ungtnenna- félögin komið slikum kvöldvökum á hjá sér hvort innan slns félags. Kvöldvökurnar geta átt rikart þátt i að svala fróð- leiksfýsn alþýðunnar og samrýmt létta vinnu við holla og gagnlega skemtun.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.