Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1928, Síða 9

Skinfaxi - 01.12.1928, Síða 9
SKINFAXI 121 sleypt t'ir kopar („bronce"), skipt niður í smáreiti og biblíumyndir mótaðar í hvern. Það sem þó var mérki- legast og mest áberandi í sal þessum voru glermál- verkin enda bar salurinn natn af þeim og kallaðist gler- málverkasalurinn („glassmalerisalen"). Glermálverk er gömul list og er einkum fræg orðin vegna hinna aðdáanlegu glugga á mörgum gotneskjum stórkirkjum. Orðrómuð er si'i mikla „gluggarós" sem til forna var í framstafninum á Niðarósdómkirkju. Glermál- verk eru gjör á nokkuð undarlegan hátt: Venjulega er ekki málað eða litað á eitt gler, heldur er hvert einstakt gler með sínum ákveðna lit — oft mesti fjöldi — sem með undraverðum hagleik og listvísi eru svo sett saman — með örrnjóum tinrenningum í eina mynd, eða stundurn margbrotið málverk. Myndirnar í slíkum gler- málverkum eru alloftast biblíu- eða aðrar helgimyndir, svo sem: Sköpunin, Eden^ syndafallið, eða frá lífi Krists: Fæðing, dauöi, upprisa, himnaför o. s. frv. Stundum af Maríu, postulunum eða öðrum helgum möntium og atburðum. Glermálverkin í þessum sal voru og af slíku tagi. — Ýmsir snjallir glergerðarmeistarar, og málarar, bæði konur og karlar höfðu teiknað og gert myndir þessar. (f>. á. m.: G. A. Larsen, G. Rognaldsen og Finn Hansen glasgerðarmeistarar. Fröydis Hávardsholrn, Sverre Petter- sen, Borgard Högild málarar o. m. fl.) Þvi miður leifir ekki rúm nje ástæður að lýsa hjer nánar þessari merki- legu list, en hún er allt í senn: einkennileg, fögur og aðdáanleg. Það er dýrölegt að sjá sólina skína í gegn- um þessi glerlistaverk. Meira. Guðm. J. frá Mosdal.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.