Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1929, Page 2

Skinfaxi - 01.03.1929, Page 2
34 SKINFÁXÍ Allir hugsandi menn, hvar sem eru i heiminum, eru á eitt sáttir um það, að einmitt tískan sé éitt þeirra afla, sem mest lama andlegt þrek og sjálfstæði hverrar þjóð- ar. Ein syndin býður annari heim: Tískan kemur fram í fleiru en klæðaburði, en hvar sem hún kemur fram, miðar hún altaf að því sama: að gera menn að ósjálf- stæðurn eftirliermurr. annara. Hversu heilbrigð er sú skinsemi, sem ræður því, að sama manni þykir einn hlutur fatlegur annað árið, en ljótur og í alla staði óhæfur hitt árið. Tilgangur þessarar hreifingar er og sá, að endurnýja og viðhalda siðum þjóðarinnar í klæðaburði, sem er veigamikill þáttur í sjálfstæðisbaráttu hennar á hinu andlega sviði, því fleiri þjóðsiðir sem leggjast niður, þvi veikaii verður þjóðerniskend vor, og rninna mót- stööuafl vort gegn skaðlegum erlendum áhrifum. Enn- freniur vakir það fyrir forvigismönnuni þessa máls, að skapa þjóðinni nýja tnöguleika til fjárhagslegrar eflingar. t>að er óhætt að fullyrða, að ef þjóðbúningurinn nær útbreiðsiu, þá erum við mun nær því marki; því að litklæðin eru um helmingi ódýrari en sá fatnaður, sein nú er notaður (jakkafötin), auk þess sem viðhald er iniklu kostnaðarminna. Þess ber einnig að gæta, aö iitklæðin geta allii saum- að heima, en því er ekki þannig varið með jakkaföt, saumur þeirra krefst mikillar sérkunnáttu. Það mundi spara mörgu heimilinu drjúgan skilding ef fatnaður all- ur væri heimasaumaður. Auk þess sem hver bóndi getur sem hægiegast sent ull sína í verksmiðjur og látið þær vinna góða dúka i búning þeunan, og eru þá bein út- gjöld orðin sára lítil. Hér hefi eg dregið fram í stórum dráttum tilgang þeirra manna sem berjast fyrir endurreisn þjóðbúnings- ins. Getur hér engum dulist, að ef þetta mál nær fram.að ganga, þá stöndum vér ungmennafélagar miklu nær því marki, sem vér höfum sett oss, en það er að vjðhalda og auka þjóðerniskend vora, og vjnna aft heill og hag

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.