Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1929, Page 10

Skinfaxi - 01.03.1929, Page 10
42 SKINFAXI komumenn, bæði útlendir og innlendir, hefðu gaman af þvl myndasafni. Læt eg hér nú staðar numið, og bið „Skinfaxa' að athuga þessar tillögur allar og gera athugasemdir við þær. Háteigi við Reykjavik, 14. jan. 1929. Halldóra Bjarnadóttir. Áskornn. Á næsta vori verður í sambandi við fermingu ung- menna hafin fjársöfnun um land alt til hjálpar bágstödd- um börnum. Munu prestar gangast fyrir henni hver i sfnu prestakalli og ýmsir fleiri verða þeim til aðstoðar. Opinber skilagrein verður gerð fyrir fé því, er safnast, og nánar skýrt frá því sfðar, hvernig því verður varið. En markmiðið er að vinna að því, að bágstödd börn hér á landi megi eignast góð heimili. Þjóðin má ekkert mannsefni missa. Vér sem kosnir höfum verið í nefnd til þess að vinna að þessu máli, leyfum oss að heita á alla lands- menn að bregðast vel við fjársöfnun þessari og minu- ast orða Krists: „Svo framarlega sem þér hafið gert þetta einum þessara minna minstu bræðra, þá hafið þér gert mér það“. í febrúannánuði 1929. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur, Reykjavík Guðmundur Einarsson, prestur, Mosfelli Hálfdán Helgason, prestur, Mosfelli Ólafur Magnússon, prófastur, Arnarbæli Þorsteinn Brieni, prestur, Akranesi Ásmundur Guðmundsson, dósent, Reykjavik (ritari nefndarinnar).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.