Skinfaxi - 01.04.1929, Side 6
54
SKlNFAXi
en íramkvæmt hefi eg fæst af þvf,
hiö fáa tæpt og vart.
Nú líður á dag og lækkar söl.
Hve lengi er vinnubjart?“
Vafalaust lýsir þessi bréfkafli Quðmundi betur.en eg
gæti gjört með mínum eigin orðum: áhuganum, viljan-
um til starfa, en á hinn bóginn óánægjunni yfir því,
hve litið vinnist á. Væri oss eigi öllum holt að læra
að telja daga vora? Vitum vér, hversu lengi verður
vinnubjart?
Þeir, er leggja á brattann með þetta veganesti: starfs-
löngun og ótal vonir, eru venjulega þeir, er flest og
dýpst spor marlca, þar sem leið þeirra liggur. bví verður
jafnan sárt þeim, er eftir lifa, að horfa á ettir slikum
mönnum, ef þeim er í burtu kipt á unga aldri. Öllum
vinum Guðm. er sár harmur í huga, og því sárari sem
vinirnir voru nákomnari. Fagrar og margar vonir áttum
vér öll ungmennafélagar, er vér litum til þín, látni
bróðir. En hversu miklu bjartari og fegri og fleiri hafa
þær verið, vonirnar, sem þið tvö, þú og ástvinan þin,
áttuð saman! Og hver byggir glæstari vonir en móðirin?
En — „Guð er á himnurn, heitna faðir og hreldra
barna“. Þvi hneigjum vér höfði, er dauðinn kallar
þá, er oss virðist að síst mættu hverfa, og segjum með
skáldinu: „Ó, blessuð stund, cr sérhver rún er ráðin“.
S. Þ.
Samkoma við Laugavatnsskóla.
Laugardaginn 26. jan. var liöíð sainkorna í Laugar-
vatnsskólanum. Hlýddu mcnn þar ágæturn ræðum, flutt-
um af kennurum skólans og Magnúsi bónda á Lauga-
vatni, svo og á víðboðsræðu dómsmálaráðh. og Gisla
Jónssonar konsúls frá Vestmannaeyjum. Nemendur skól-