Skinfaxi - 01.04.1929, Qupperneq 9
SKINFAXI
57
til yfirvegunar og leiðbeiningar. Verður það ekki end-
urtekið hjer, nje rökrætt, að svo stöddu.
Það hefir í nokkur undanfarandi ár „legið í lofti“
eins og kallað er, að sýnitig, meiri eða minni, og þó
helst mjög fjölbreytt á okkar mælikv., yrði haldin 1930.
Hefði því virst mega ætla, að sú sýning væri þegar
löngu afráðin, og aljtjóð gerð kunnug, minst fyrir einu
ári, eía heist tveim.
Nú hefir þessu svo undrunarlega til hagast, að þrátt
fyrir mikið mas, og eflaust nokkuð aimenna meiningu,
hefir ekkert ákveðið verið um sýningarhaldið u þlýst
nje afráðið, svo almenningi sje kunhugt.
Að vísu komu fratn uppástungur í ársritinu „Hlín“
fyrir árið 1927, (eftir Halldóru Bjarnadóttur) að sjálf-
sögðu á margan hátt góðar, enda þótt surnt muni tæpt
geta staðist. 1 sambandi við þá ritgerð í „H!ín“ voru
og send bréf víðsvegar út um land í fyrra vetur, sem
mintu á sýninguna og hvöttu til undirbúnings. Tel jeg
líklegt, þrátt fyrir góðan tilgang, að þau hafi víðast hvar
unnið minna gagn, en til var ætlast, og kunnugt er mjer
um að útsending þeirra olli mistökum sumstaðar. Jeg
hefi enn fyrir satt að sýslunefndum hafi verið send brjef'
nú í veíur, frá ráðanautum eða stjórn Heimilisiðnaðar-
fjelagsins, sem þá ætlast til aðgerða nokkurra af sýslun-
uin. En jeg veit t. d. að hjer í Norður-ísfjarðarsýslu er
nýafstaðinn sýslufundur, og hefi jeg það eftir einum
fundarmanna að ekkert var þar gert nýtt, fyrir þetta
mál.
Að þessu máli er ekki betur á veg komið, en allvíð-
ast mun vera, er óneitanlega því að kenna, aö engar
opinberar ákvarðanir um sýninguna liggja fyrir. Það
sem sagt hefir verið og skrifað eru uppástungur og bend-
ingar — góð ráð margt hvað, setr. vert er að liafa til
hliðsjónar, — en heldur ekkert meira. — Engar ákvarð-
anir og engin fyrirmæli er kunnugt um.
Menn geta að visu búið sig undir það, sem þeir ef
til vill eiga von á. En flestum mun svo farið að þeir