Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1929, Síða 13

Skinfaxi - 01.04.1929, Síða 13
SKINFAXl 6l Þurfi umfrarn allt að vera mynd á vindlingaöskju, þá ætti hún að vera af dýri. Séu vindlingarnir sterkir, þá má hafa mynd af ffl, séu þeir kraftlitlir, þá af Iús! Best auðvitað, ef hægt væri, að útrýma öllu, sem nefnt er vindlingar. Cromwell er altof mikill og göfugur mað- ur til þess, að hafa mynd hans á vindlingaöskjum. Hversvegna ættu t. d. allir meiri og minni stjórn- málamenn og íþróttamenn að vígja vindlingaöskjurnar i framtíðinni. Bæri það vott um, að meðal þeirra finnist flestir, sem unna vindlingunum, og að þeir hafi með reykingum sírium stutt mest að uppgangi þeirra, sem versla með vindlinga. Þá er ekki að undra, þótt vind- lingaverslunarheimurinn heiðri þessa „gulu riddara" með einhverju minnismerki. Það ætti samt eitthvað táknrænna að vera á vind- lingaöskjum, eins og t. d. inynd af beinagrind með orf og ljá, brugðið um öxl, og rétti hún vinstri hendina til tveggja krjúpandi tískutildursmanna, sem gripu utn úlf- lið hennar, og kreistu og sygju bera og mjóa kjúku- gómana málaða „nikotin“-eiturlita (gula). V. Ö. þýddi. Ekki láta íslendingar standa á sér í eftirhermuaf- afkáraskap auglýsinganna. Vindlakassa hefi ég séð með mynd Jóns Sigurðssonar forseta, Bjarna frá Vogi, og fána íslands og skjaldarmerki. Hélt ég þó að forsetinn og frelsismerkið okkar ætti að eiga veglegra sæti, en að vera notað sem tálbeita fyrir tóbaksnautnasýki lands- manna! Furða hvað fjandanum tekst! Rítstjórinn.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.