Skinfaxi - 01.04.1929, Side 15
skinfAxi
tó
hefir gengiö I Hjeraðssamband Umf. Snæfellsn.- og
Hnappadalss. á s. 1. hausti (hefír ekki verið greint frá
til samb.stj. fyr). Fjelagiö hefir 52 fjelaga, formaður er
Sigurður Eiríksson. Óskast það velkomið í Sainband
Ungmennafjelaga íslands.
Viðbúnaður Þingvallahátíðarinnar er nú að hefjast,
svo að ráði sje. Ákvarðanir um fyrirkomulag hátíðar-
innar og ýmsar framkvæmdir því viðvíkandi eru þegar
afráðnar. Forstöðumaður hátíðarundirbúningsins Magnús
Kjaran, er nú á ferð kring um land, í þessum erindum.
Guðm. J. frá Mosdal.
Ungmennafjelagið „Dagrenning"
i Lundarreykjadal var stofnað 1911. Bygði samkomu-
hús 1916, að mestu fyrir sjálfb.vinnu og frjáls samskot
fjelagsmanna. Sundkenslu hefir fjelagið haft næstum á
hverju ári, eru nú flestir yngri menn á fjelagssvæðinu
syndir, en er fjelagið byrjaði starfsemi sína, munu aðeins
3—4 hafa kunnað sundtökin. Á vori komanda hefir fje-
lagið í hyggju að byggja steinsteypta sundlaug. — Bóka-
safn á fjelagið, uni 500 bindi, margt ágætar bækur, ár-
lega keypt það helsta er út kemur á íslensku. Hér var
ekkert bókasafn, er fjelagið var stofnað, hefir það því
átt góðan þátt í að auka andlega menningu sveitarinnar.
Kafli úr brjefi frá fjelaga.
Upplýsingar og orðsendingar.
Hjeraðssamböndin hafa sent: Hsb. Umf. Vestfjarða
skýrslu fyrir árið 1928 og þinggerð 1929. — Hsb. Umf.
Snæfellsnessýslu skýrslu íyrir 1927 og 1928, þinggerð
1929 (skattar áður greiddir). — Hsb. Umf. Eyjafjarðar
þinggerð 1929. Hsb. Umf. Húnvetninga skýrslu 1927
og yfirlit 1928. Hsb. Borgarlj. skýrslu 1928.
Ungmetmafjelögin sem hjer eru talin hafa sent upp*
lýsingar: Umf. „önundnr" (í Hsb, Vestfjarða). Umf.