Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 7
SKINFAXl 103 Skutill sá, sem' austmoðiirinn fann, befir vafaiaus verið matborð, sem skolað hefir útbyrðis frá einhverj- um landnámsmanna, því laus borð, er menn mötuðust við, voru nefnd svo i þá daga, og síðar var, og er enn, meðal annars i sögum Guðmundar Friðjónssonar, orð þetta notað um áhald það, sem á slarkmáli er nefnt: bakki. Hitt er fjarri sanni, að áhaldið, seni Helgi rakst á, hafi verið spjót það, sem er nefnt skutull, og notað var langt fram á nitjándu öld til sel- og hrefnuveiða. Straumurinn, stormurinn og — atvikin, sern Ijetu þetta áhald lenda hjer á landnámstið, hafa verið forspá sem oftar, með því að stefna matborðinu einmitt í þenna fjörð. bví rás viðburðanna, lega fjarðarins og lífhöfnin innan við eyrina hefir gert þenna stað að matborði sýslunnar og jafnvel fjórðungsins frá þvi fastir verslun- arstaðir hófust. Þannig hefir þessi eyri, sem skutilinn bar að á land- námstíð, verið nægtabúr, sannarlegt matborð, þessa hjer- aðs um aldaraðir. Hingað hafa verið sótt erlend matföng, sem hjeraðs- búar hafa þurft sjer til llfsviðurhalds, og hingað hafa hjeraðsmenn miðlað afurðum sinum. Verslunarstaðurinn hjet Eyri við Skutulsfjörð fram yfir miðja síðustu öld, þvi þótt verslunarmenn og vitanlega ýmsir aðrir nefndu hann ísafjörð, þá var það nafn vart notað i ritmáli. Dr. Páll Eggert Ólason hefir i fylgiskjali við bæja- nafnafrumvarpið er lagt var fyrir síðasta Alþingi, lýst þvi rækilega hvernig nafni kaupstaðarins var óvart breytt úr Eyri i ísafjörö. Þar er glögglega sannað, að er ibúar verslunar- staðarins beittust fyrir þvl, að bærinn fengi kaupstað- arrjettindi, var bænaskráin um það i’agsett á Skululs- fjarðareyri, og í umræðum urn rnálið og á dagskrá þingsins er bærinn nefndur sama nafni. „En svo kynlega viii tíl“t segir P. E. .0., „að í lil-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.