Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 14
110
SKINFAXI
Hjeraðsmót Ungm.samb. Dalamanna.
Sunnudagirm í 14. viku sumars (28. ji'ilf) var hið
árlega hjeraðsmót U. M. S. D. haldið að Hvitadal í
Saurbæ. Til fagnaðar var eftirfarandi:
I. Mótið sett af forseta sanib. Jóh. Bjarnasyni.
II. Ræðu flutti Sveinn Gunnlaugsson, skólastjóri frá
Piatey. Efni „Ástkæra, ylhýra málið“.
III. Kappsláttur. 6 þátttakendur. Reitastærð 200 rn.-
Sláttuhraði sem hjer segir:
Eggert Hjartarson (Stj.) 10 mín. 58,4 sek.
Magnús Halldórsson (U. D.) 11 — 13,4 —
Jón Sigurðsson (Gr.) 12 — 13,4 —
Sigmundur Ólafsson (U. D.) 12 — 43,0 —
Sigurður Franklínsson (Gr.) 13 — 13,0 —
Sjötti keppandinn, Magnús ingimundarson (Stj.) eyði-
lagði Ijáinn í grjóti og gekk þá úr leik. — 1. verðlaun
hlaut Magnús Halldórsson (U. D.) og þar með tignina
að nefnast sláttukongur U. M. S. D.
IV. Kappglíma. 9 þátttakendur. Vinningar sem hjer
segir:
Bogi Jónsson (Ö. P.) 7,5 vinninga.
Ingvi Jónsson (Ó. P.) 5,5 —
Guðm. Th. Blöndal (ut. fjel.) 4,5 —
Jón Rögnvaldsson (Stj.) 4,5 —
Ágúst Júlíusson 4,0 —
Guðm. Sumarliðason (Ó. P.) 4,0 —
Kristján Þórðarson (Stj.) 4,0 —
Guðm. Halldórsson (U. D.) 2,0
Sigurður Guðmundsson (U. D.) 0,0 —
1. verðlaun hlaut Bogi Jónsson (Ó. P.) og þar ineð
tignina i annað sinn að nefnast glimukongur U. M. S. D.
V. Ræða. Jóhannes úr Kötlum. Efni: Sannleikurinn.
VI. 100 metra hlaup. 10 þátttakendur. 1. verðlaun
hlaut Sigurður Guðmundsson (U. D.) í annað sinn.
Hraði: 12,5 sek.