Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 12
108
SKINFAXI
töluð, að það ákvæði i löguum ungmennafjeiaganna sem
minstur vandi er að haida, er einmitt bindindisheitið.
Vil jeg til að sanna þá staðhæfingu mina, biðja ykkur,
góðir ungmennafjelagar, að lesa lög fjelagsskaparins og
vita hvort þið komist ekki að þeirri niðurstöðu að jeg
segi satt.
í staðinn fyrir að afnema bindindisheit ungmenna-
fjelaganna, tel jeg þá leið rjettasta og mælist til að
farin sje hjer eftir: Að meiri stund sje lögð á fræðslu
um bindindismái en hingað til hefir verið innan fjelag-
anna. Að talað sje við brotlega fjelaga og þeim sýnt
fram á, með kærleika og skilningi, hvert ógagn þeir
eru að vinna bæði sjer, fjelagsskapnum og og þjóðinni
i heild sinni. Munu þeir þá annað hvort horta frá
viilu sins vegar eða yfirgefa fjelagsskapinn, og er það
fyrra ágætt en það síðara betra en að þeir spilli bæði
sjálfum sjer og fjelagsskapuum.
Jeg þykíst nú hafa sýnt fram á að ungmennafjelögin
eigi að halda bindindisheiti sínu, af því að það er upp-
haflega af rjettmætum ástæðum komið inn í lög fjelag-
anna og á, af sömu ástæðum, enn rjett á sjer þar.
Og þar sem því er nú haldið fram af mörgum, að
drykkjuskapur meðal æskunnar sje nú meiri en nokkru
sinni fyr, verður ungmennafjelagsskapurinn að halda
fast við bindindisheitið og sýna að honum er alvara
með að hrekja Bakkus algerlega úr landi þessu.
P. 4. Seyðisfirði, 20. Nóvember 1929.
Krisfján Karlsson.
Mynd
Jóns Sigurðssonar forseta.
Eitt af því, sem gert er ráð fyrir i skipulagsskrá
Menningarsjóðs Vestfirðinga, til að afla sjóðnum tekna,