Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.1929, Blaðsíða 9
SKiNPAXl 105 sannspá, um að hjer yrði jafnan matföng á boðstólum handa hjeraðsbúum. Skutulseyrarnafnið felur í sjer djúpa merkingu, bend- ingu og fyrirheit staðnum til handa, sem vel hafa rætst. Það nafn ber að taka upp og hafa i heiðri. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Vínbindindi. Eitt af höfuðinálum ungmennafélaganna: vinbindindi, er jafnframt mál sem, valdið hefir allmiklum skoðana- mtin innan fjelagsskaparins og þó hefir það ekki verið máð af stefnuskrá hans. Hvers vegna það hefir ekki verið gert, ætla jeg að reyna að sýna fram á hjer á eftir. Ungmennafjelagsskapurinn er þess eðlis, að hann verður altaf að gæta þess, að liafa eitthvað það á stefnuskrá sinni, setn sýni Ijóslega, að hann er fjelags- skapur óspiltrar æsku. Markmið fjelagsskaparins er f stuttu máli það, að þroska fjelaga sína og búa þá undir þátttöku f strfði lífsins. Til þess að slikt megi takast svo að gagni komi, verður undirstaðan, sem alt er bygt á, að vera lieilsteypt, trygg og íraust, svo að hún standi hvað sem á gengur. Hún verður að vera sýnilegt tákn þeirra hugsjóna, sem fjelagsskapurinn berst fyrir og jafnframt verður hún að sýna ljóst þann anda sem ríkir innan fjelagsskaparins. Loks verður hún að benda til þeirra verka, sent fjelagsskapurinn sjerstaklega ætlar að vinna að. í hvaða satnbandi stendur nú bindindisheit ung- mennafjelaganna við það, sem hjer hefir verið bent á? Auðvelt er að sýna fratn á það. Óspilt æska mun fyrst og fremst koma auga á það, sem miður fer á þeim iímutn sem hún kemur til vits og ára. Verður

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.