Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.02.1930, Qupperneq 16
40 SKINFAXI Þrastaskógur. Allir ungmennafélagar á Islandi liafa liejTt Þrastaskógar getið að nokkru. Flestir vita þeir, livar lion- um er í svcit komið, og að hann er eini blettur á landinu, sem er óskift eign þeirra allra. Tryggvi Gunnarsson bar mikið traust til ungmennafélaga; það sýndi liann, er hann gaf oss reitinn. Og vér meguin einkis láta ófreistað, til þess að bregðast ekki trausti slíks dánumanns. Þrastaskógur liefir verið lengi i eign ungmenna- fólaga. Mætlum vér ekki vona, að árið 1930 auðnist oss að sjá verulegar vaxtaliræringar i skóginum sjálf- um, og félagslegum þroslca þeirra ungmenna, er eiga hann. í fyrstu liafa menn, er hlut haí'a átl að máli, von- azt eftir, að nóg væri að gert, ef skógarleifar þær, sem reitinn klæddu, væru friðaðar fyrir ágangi manna og dýra. Þá mundi gróðurinn sigra, og upp vaxa fagur hirkiskógur, slíkur sem á Vöglum eða á Hallormsstað. En nú höfum vjer beðið nógu lengi til að öðlast þau rök, er vér þörfnumst, til að sjá, að hér þarf meira að gcra en að friða og vernda. Hér skal eg leyfa mér að víkja að hinu helzta, er U. M. F. þurfa að gera fyrir reitinn, og á hvern hátt þau verk skulu framkvæmd. Eftir að allt landið licfir verið girt rambyggilega, verður að land- og hallamæla svæðið, og gera af þvi góðan uppdrátt. Þar verður að áætla, hvar vegir skulu liggja um skóginn, hvar græðireitur skógarins skal vera og hvar leikvelli skal ætlað rúm í skóginum.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.