Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1930, Side 4

Skinfaxi - 01.02.1930, Side 4
28 SKINFAXI um skiftir. Þar er skráður sögulegur fróðleikur, sérstaklega um Þingeyjarsýslu, og safn af ættartölum frá fyrri og siðari tímum. — Indriði hefir lialdið fast um pennann, þær stundir, sem hann gat slitið sig frá daglegu striti. Hann hefir, að fornum hætti, fórnað braglistinni og íslenskum fræðum tóm- stundum sínum og eigi hirt um, að vinna sér til nafnbótar á bókmcnntamarkaðinum, fremur en hinir óþekktu höfundar fornritanna. II. Hugur Indriða hneigðist snemma til ættfræði. Á unglings- árum fór hann að skrifa upp ætlartölur úr kirkjubókum og gömlum skjölum, er hann gat náð til, jafnframt því, sem hann leitaði allra frétla hjá samtíðarmönnum sinum i þeim efnum. Hann eignaðist mikla ættartölubók eftir fræðimanninn Jóna- tan Þórl. á Þórðarstöðum í Fnjóskadal; og í erindi, sem hann hefir skráð á forsíðu þeirrar bókar, kveður hann svo að orði: „Við ættartölur yndi’ eg mér alla mína daga.“ Indriði hefir aldrei notið skólavistar, en þcgar hann var um tvítngt, dvaldi hann vetrartíma hjá séra Þorleifi Jónssyni á Skinnastað, til þess að nema ensku. En klerkur var hinn mesti fróðleiksmaður um söguleg efni; og þegar hann var glaður og reifur, mun lndriði eigi síður hafa bergt úr þeim brunni. — Indriði hefir samhliða unnið að því, að safna ættar- tölum og kanna forn heimildarrit, og um nokkurra mánaða skeið hefir hann fengið tækifæri til ])ess á þjóðskjalasafninu. En þessum efnum má líkja við uppsprettulind, sem hefir vatns- æðar djúpt í jörðu og víða að, og verður eigi þurausin. Og fræðiiðkunum Indriða hefir verið háttað líkt og annarra al- þýðumanna fyr og síðar, að þær hafa verið ígripavinna. Búsannirnar kröfðust sinna fórna afdráttarlaust. Fyrsta ára- tug búskaparins og fram á annan varð hann að vinna nálega nótt með degi, eins og títt er um kappsama bændur, sem eiga fyrir stórum barnahóp að sjá. Það tímabil voru andlegu verk- efnin að mestu grafin og geymd, en ekki gleymd; hann hóf þau aftur, er um hægðist, af miklu kappi. Sumar- og hausts-störfum i sveit er þannig háttað, að ein- ungis myrkur og nótt takmarka vinnutíma þeirra manna, sem eiga verk sín sjálfir, og hafa ekki við aðra að metast. En fjár- hirðingin tekur, aflur á móti, vetrardaginn allan, og kveld-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.