Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 13
SKINFAXI 109 tungu, með |ivi að leggja sig fram til að lesa og skrifa móður- mál sitt.“ Vensil Hammershaimb ^ 1819—1909) hefir nefndur verið faðir færeyskra bókmennta; því að svo mikið gaf hann út á færeysku máli, á árunum frá 1845 og til 1855, af kvæðum, sögum, orðtökum, málsháttum, gátum, siðum, leikum og barnavísum, og svo 1891 hið mikla verk: „Færösk Anthologi", að hann á fyllilega skilið þetta heiðursnafn. í öllu, sein Hamm- ershaimb hefir skrifað, kemur í ljós hin heita ást hans á móðurmálinu. Málið er honum hin þýðingarmesta gersimi. Ef því verður bjargað við, þá er þjóðinni einnig borgið. En um leið og það týnist, er saga Færeyingsins á enda. Hann var vel að sér í islenzku og átti góða vini meðal íslendinga, og ætlun hans var, að stofna einhverntíma færeyskt bók- menntafélag, með Jóni Sigurðssyni og fieirumgóðummönnum; en þvi miður varð ekki af því. 1 hvert sinn, sem íslendingar láta hann heyra, að Færeyingar hafi ekki varðveitt móður- málið nógu vel, reynir hann að verja sig. Hann skrifar því: „Hugsum oss, hvernig islenzkan væri komin nú á dögum, ef hún hefði ekki verið rækt sem inóðurmál í lærða skólan- um þar í landi, ef embættismennirnir hefðu eklti notað hana í ræðu og riti, ef þjóðin hefði verið neydd til, að syngja og tala dönsku í kirkjunum og aldrei heyrt annað en dönsku frá prédikunarstólnum. Er vorir íslenzku frændur hugsa um þetta, hljóta þeir að afsaka Færeyinga, þó að gamla málið dýrlega liafi eitthvað aflagazt hjá þeim í slíkum kringum- stæðum. Þvi að mér virðist það fullkomið undrunarefni, að færeyskan skuli ekki vera breyttari frá fornmálinu, en hún er, eftir alt það, sem hún hefir átt við að striða. Meðan hann var i háskólanum, har danska stjórnin fram frumvarp að skólalögum fyrir Færeyjar. Frumvarp þetta kom til meðferðar i Roskilde Stænderforsamling (ráðgefandi fulltrúaþing), og var á þá lund, að eftir því áttu skólar i Fær- eyjum að vera fulllcomlega danskir að öðru en því, að Færey- ingar áttu að kosta þá. Vensil Hammershaimb sá gerla, að slíkur skóli gat drepið mál vort, sögulegar minningar og yfir- leitt alla færeyska menningu. Hann skrifaði því i „Köben- hanvnsposten“ 1844 grein á móti frumvarpi þessu og réð frá að gera það að lögum, og því fremur, sem Færeyingar höfðu ekki verið spurðir, hvað þeim sýndist um þetta mál. Hann skrifar: „Við að lesa hið konunglega frumvarp um alþýðsuskóla á Færeyjum, hlaut það að særa mig, eins og sérhvern Færey-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.