Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 15
SKINFAXI
111
RíkarÖur Jónsson: Blekbytta.
skýrar en Svend Grundtvig sá þær, og aldrei hefir neinn ver-
ið beinskeytari og hvassorðari um danska málkúgun, en hann
var í þessari bók. Á meöan færeyskt mál verður lalað í eyj-
um vorum — og vér vonum það verði jafnlengi og eyjarnar
verða mönnum byggðar — munum vér verða þeim manni
þakklátir og geyma minningu hans í sögu vorri.
En hér stoðaði ekkert. Danskir skólar voru stofnaðir hér
og jtar i eyjunum, með dönsku valdboði, 1845. En jiegar 1854
voru þeir lagðir niður aftur, land vort var skólalaust og fóllci
var uppálagt, að kenna börnum sínum heima. Þetta gerðist
tveimur árum eftir að Iögl)ingið var endurreist 1852 — dálít-
ið skrýtin stjórnaraðferð!
Vensil Hamm'érsliaimb varð prestur í Kvívík 1855. Ilann
vissi, að mál-ástandið var harla bágborið, að Færeyingar töl-
uðu færeysku sín á milli, en embættismenn dönsku. Um þetta
hafði hann skrifað löngu áður, 1844:
„Þegar Færeyingur ræðir við embættismann, talar hann
dönsku, en ef embættismaður hefir verið lengi á eyjunum,
er hann oft ávarpaður á færeysku ......... Hingað til hefir
Færeyingur, sem ekki talaði móðurmál sitt eftir lieimkomu
frá Danmörku, jafnvel verið fyrirlitinn."