Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 21
SKINFAXI 117 inu það til meðferðar. En meðan lögþingið fjallaði um frum- varp þetta, árin 1908—1910, senili kenslumálaráðherrann bráf til Færeyja og spurði, hvaða skipun lögþingið ætli að gera um kennslumálið i skólunum. Orsök til spurningar ráð- herrans var sú, að einn af kennurum grgnfræðaskólans, J. Dahl, sem nú er prófastur Færeyja, liafði verði kærður fyrir það, að nota færeysku sein kennslumál í skólanum; og slíkt var voðalegt í skóla, þar sem þrjú dönsk börn voru meðal hundrað færeyskra (!!) Um leið og færeyska var gerð að námsgrein í skólunum, gerðu andstæðingar móðurmálsins þann óleik, að þeir bættu nýrri grein inn i lagafrumvarpið, og sú grein gerði dönsku að kennslumáli í færeyskum harna- skólum, en áður liafði ekkert ákvæði verið um það, og auð- vitað höfðu flestir kennarar talað færeysku við börnin. Grein þessi er hin alkunna 7. grein. 1912 samþykkti danski kennslu- málaráðherrann frumvarpið og það var gert að konunglegri tilskipun, er gekk svo i gildi í Færeyjum. Eftir þctta var aðeins einn einasti skóli í eyjunum, þar sem móðurmálið gat hljómað óhindrað eftir sem áður, og það var lýðháskólinn (Föroya Fólkaháskúli). Þar hcfir kennslu- málið verið færeyska, frá því hann var stofnaður og til þessa dags. Nú varð lieitt i kolunum. 7. grein varð að deiluefni og hún er það enn þann dag i dag. Auðvitað var það undireins lýðum ljóst, að flestir kennar- ar voru lögbrjótar. Þeir voru nú settir í slíka klípu, að þeir neyddust til, að brjóta þessi lög eða hin. Lá þá nær, að brjóta þau lögin, er lögþing og konungur höfðu sett yfir þá, en hin, sem grundvallarlög eru i öllu uppeldi og náttúran og guð hafa sett, að byrja skal með barninu á því, sem það skilur. Aðferð kennaranna hefir því verið sú, að heita þrálátri mót- stöðu, eins og Mahatma Gandhi gerir i Indlandi. — Ilvað átti nú skólastjórnin að gera? Framan af liafði hún mestan hug á þvi, að beita harðneskju og valdi. Einn skyn- samasti og duglegasti kennari vor varð að víkja úr embætti. Hann kaus það heldur en að reynast ótrúr í skólastarfi sínu. Með þessari aðfcrð vanii skólastjórnin ekki á, en seigla kenn- arastéttarinnar jókst. Þeir fundu það í barmi sér, að þeir áttu heilagt mál að verja og máttu því ekki láta undan. Brátt sá skólastjórnin, að það var ekki cinasta gagnslaust, heldur beinlínis fávíslegt, að beita harðneskju, og hún liætti að skifta sér af málinu og lét sem ekkert væri, og allt gekk sinn gang, eins og engin lög væru í gildi. Þetta var hörmulegt ástand. En hörmulegast af öllu var það,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.