Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 14
SKINFAXI
110
ing, sem elskar fö'ðurland sitt og móðurmál, að sjá, hverri
meðferð menn vilja beita færeyskt mál. Þá hnaut eg og um
það i greinargerðinni, að sjá færeysku nefnda mállýzku, og
tók eg það þó eigi svo, að Cancelliið notaði orðið í þeirri
merkingu, að færeyska sé í raun og veru mállýzka úr dönsku.
En þar sem ókunnugir geta hæglega skilið þetta svo, datt
mér í Iiug, að veita upplýsingar um málið, en huggaði mig
þó við þá von, að þetta yrði leiðrétt í þingsalnum. En það
kom í ljós i umræðunum, að énginn þekkti þar neitt til tungu
vorrar; já, biskup Sjálands (en Færeyjar eru í biskupsdæmi
hans og hann var framsögumaður málsins) birti svo mikla
vanþekkingu á tungunni, að hann taldi jafna aðstöðu fær-
eysku til dönsku, eins og lágþýzku til háþýzku.“
Nú skarst danskur maður í leikinn, visindamaðurinn
Svend Grundtvig, sonur prestsins og skáldsins N. F. S. Grundt-
vigs. 1845 gaf hann út bók: „Dansken paa Færöerne, Side-
stykke til Tysken i Slesvig, betragtet af S. Frederiksen.“ í
bók þessari sýndi hann fram á, hversu blóðugt óréttlæti það
væri, að neyða upp á Færeyinga dönskum skólum, sem eng-
inn þeirra hafði heðið um. Hann heldur jiví fram, að þeir,
sem sátu á ráðgjafarþinginu í Hróarskeldu og kvörtuðu sáran
undan framferði Þjóðverja i Slésvik, hefðu átt að gæta þess,
að fremja ekki sömu harðneskju í F’æreyjum og þá, er þeim
gramdist hjá öðrum. Hann byrjar bók sína á þessari spurn-
ingu: „Fijlgir alvara þjóðernistilftnningum Dana, eða ekki?“
Hann hníflar suma þingmenn drjúgum fyrir fávísi þeirra,
og einna meinlegast Mynster. Sá háæruverðugi maður talar
hvað eftir annað um færeyska tungu eins og mállýzku af
dönsku, og Svend Grundtvig hendir honum því á, að hann
ruglar málum svo hrapallega, að hann sem Sjálandsbiskup
hefir ekki leyfi til slíks. Þvi að það er engu skynsamlegra, að
nefna færeysku mállýzku af dönsku, en að telja engilsaxnesku
mállýzku af nýensku eða latinu af nútiðar ítölsku. Ilann telur
það Dönum hina mestu smán, að gera sig seka um, að kúga
og kæfa færeyskt mál:
„Meðal til þess, að fá íbúana til þess, að gleyma smárn
saman máli sinu og þrengja inn á þá aðfengnu máli; meðal,
sem ætíð lilýtur að reynast eins og það hefir reynst í Slésvík:
liið róttækasta og auðveldasta til þess að koma af stað þess
háttar umróti; það er: skólastofnanir, sem erlendir menn
koma upp og stýra — þetta eigum vér að sjá notað nú á dög-
um í Færeyjum.“
Enginn maður hefir nokkru sinni séð ástæður tungunnar