Skinfaxi - 01.04.1930, Blaðsíða 27
SKINFAXI
123
Undir merkjum dags og dáða
drengir góðir fylkjast enn,
mjrra tíma, nýrra rátða,
nýrrar æskn vökumenn.
llátt er markið, Islands-arfi:
engan hálfleik, fulla tryggð,
heill í leilc og heill í starfi,
heill i gle.ði jafnt sem lxryggð!
Von og dáð, sem mikið miðar,
mætast eins og stef í brag.
Blótum enn til árs og friðar,
eflum sáitl og bræðralag!
Jóhann Frímann.
Góður gestur 1930.
í sumar verður gestkvæmt og gleði mikil í landi. Á meðal
gestanna verður ef til viil gamall þulur og grár fyrir harum,
kominn langt utan úr löndum til að vitja fornrar fóstru sinnar
á heiðursdegi hennar.
Þessum gamla manni megum vér ekki gleyma fyrir öðru
stórmenni, er njóta skal gestrisni vorrar. Því vér stöndum i
mikilli þakkarskuld við þennan hára þul, og meiri en margur
hyggur.
Þessi gamli maður er Jón Sveinsson — Nonni.
Nú geri eg raunar ráð fyrir að ekki þurfi annað en nefna
þetta töfranafn — Nonni — til þess að börnin geri aðsúg
að honum af eintómri gleði yfir að liafa fengið æfintýramann-
inn í sinn hóp. Annars væru íslen/.k börn öðrum hörnum
ólik.
En fleiri mega fagna Nonna en börnin ein. Velkominn ætti
liann að vera íslenzkum kennurum, því hann mun vera einn
úr hópi hinna útvöldu í kennarastéttinni. Allir vita að kenn-
arar eiga oft ekkert saman nema nafnið. Það vill svo til að
eg hcfi i höndum umsagnir þriggja nemenda um Jón Sveins-