Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1932, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.05.1932, Qupperneq 28
124 SKINFAXI liklegasL til þess að vinna gagnstætt stefnu U. M. F. og verða þeim fótakefli. Áfengismálin hafa jafnan verið þjóð vorri meira en lítil vandamál, siðan hún tók að fást við þau. En aldrei, síðan U. M. F. hófu störf, hafa þau verið jafn-alvarleg vandræðamál og nú. Áfengishættur liggja um allt og steðja jafnt að ungum mönnum sem rosknum: gæfu þeirra, vili, heilbrigði, lifi, lim- um og fé. Fjölmenn samtök og sterk nægja hér ein til hóta. Hér á það við, sem skáldið kvað: „1 s 1 a n d i r i ð u r á, a ð enginn skerist úr lei k.“ Enginn prófsteinn verður lagður á U. M. F., sá er meira sé að marka en áfengismálin, á þeim alvarlegu tímum, sem nú iiða. Þar reynir á þroska þeirra og drengskap, haldgæði ætt- jarðarástar þeirra og vilja jjeirra til að standa við stóru orð- in. En þvi er ver og miður, að U. M. F. standast próf þetta mjög mikiu laklegar en þeir mundu óska, sem trúa vilja á dug og drengskap æskunnar —- íslenzkrar fyrst og fremst. Tjáir eigi að vér leynum sjálfa oss því, ungmennafélagar, að í þessu efni eru á félagsskap vorum blettir, sem hann hefir bæði hneisu og hnekki af. M á a 11 s e i g i v i ð s 1 i k t u n a. Sambandssljóri hefir spurzt fyrir um ástand félaganna í bindindisefnum og fengið svör frá 43 formönnum (af 80). Eftir þeim svörum að dæma er bindindisheitið: Ekki brotið í ........................... 7 félögum Lítið brotið í ......................... 21 — Mikið brotið í ......................... 12 — Ekkert eða afnumið í .................... 3 — Brotalausu félögin sjö eru öll á Norður- og Yesturlandi, og þar virðist ástandið yfirleitt vera betra í þessu efni, en sunn- anlands. —■ Glöggt virðist það, að þau félög séu þróttarmest og bezt vakandi, er leitast við að balda skildi sinum hrein- um í bindindisefnum. Þetta er mál, sem snertir þig, félagi, og þú verður að láta til þín taka. Finnst þér unandi við það ástand, sem er i U. M. F., í bindindisefnum? Gelurðu hugsað lil ])ess án sárrai’ blygðunar, að félögin lyppist niður undir þeim heitum, sem þau liafa gefið um þessi efni á liðnum fjórðungi aldar, og gefist upp á því, að vera bindindisfélög? Eða leggurðu hug og hönd að þvi, að reka af félögunum og síðan þjóðinni alla smán, er frá áfengi stafar? Þú svarar — í verki! Félagsprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.