Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 3
á sextugsafmælinu
Laugardaginn 16. september s. 1. var
25. sambandsþing Ungmennafélags
Islands sett í Valhöll á Þingvöllum.
Poi'maður, Eiríkur J. Eiriksson, setti
bingið, bauð þingfulltrúa og gesti vel-
komna og flutti ræðu í tilefni 60 ára
afmælis ungmennafélagshreyfingar-
innar.
I lok máls síns las formaður skeyti
frá boðsgestum, sem ekki gátu komið
t>ví við að sitja þingið, þ. á. m. frá
Jóhannesi Jósepssyni, Helga Valtýs-
syni, Kristjáni Karlssyni og frá
nienntamálaráðherra.
Forseti Islands, hr. Ásgeir Ásgeirs-
son, sýndi samtökunum þann sóma
að heimsækja þingið. Var forseti
hjartanlega boðinn velkominn, og
fiutti hann ávarp til þingsins. Flutti
forseti ungmennafélagshreyfingunni
Þakkir fyrir unnin störf landi og þjóð
fil heilla. Þingforseti flutti forsetan-
Urn þakkir fyrir orð hans og fyrir
^omuna á þingið. Ásgeir Ásgeirsson
var virkur félagi í ungmennafélags-
hreyfingunni á yngri árum, og hefur
æ síðan sýnt samtökunum mikinn á-
huga og velvild.
Aðrir gestir, sem komu til þings-
ltls, voru: Ólafur Þ. Kristjánsson
skólastjóri og frú, Guðbrandur Magn-
ússon fyrrv. form. UMFÍ, Guðmund-
bv Uaníelsson rithöfundur, Þorsteinn
Einarsson íþróttafulltrúi, Daníel
Agústínusson, Tómast Jónsson,
Stefán Ól. Jónsson, Snorri Sigfússon,
SKINFAXI
Sigurjón Guðmundsson, Þórður Páls-
son og Skúli Þorsteinsson. Þeir Guð-
brandur, Snorri og Skúli fluttu ávörp
á þinginu. Ólafur Þ. Kristjánsson
flutti erindi, er hann nefndi „Ræktun
lýðs og lands“.
Forsetar þingsins voru þeir Stefán
Jasonarson og Jón Guðmundsson, en
þingritarar Björn Sigurðsson og
Magnús Stefánsson.
Á þinginu flutti Sigurður Greips-
son hvatningar- og árnaðaróskir til
samtakanna í tilefni afmælisins, og
jafnframt minntist Sigurður frum-
herjanna.
Skýrsla stjórnarinnar
l.
Framkvæmdastjóri UMFl Stefán
Magnússon lagði fram fjölritaða árs-
skýrslu og skýrði hana. Taldi fram-
kvæmdastjórinn að auka þyrfti sam-
starf milli stjórnar og félaga, og einn-
ig að auka þyrfti leiðbeiningaþjón-
ustu því leiðbeinenda- og kennara-
skortur væri tilfinnanlegur.
II.
Gjaldkeri Ármann Pétursson lagði
fram og skýrði endurskoðaða reikn-
inga fyrir árin 1965 og 1966.
m.
Formaður sambandsins Eiríkur J. Ei-
ríksson sagði frá störfum sínum í
3