Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 5

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 5
ina en alls þarf milli 80 og 90 manns til starfa. Stefán Jasonarson flutti hvatning- arorð til landsmótsnefndar. VI. Skipulagsmál UMFl Framsögumaður Valdimar Óskarsson skýrði frá því, að á sambandsráðs- fundi UMFf á Sauðárkróki í sept. 1966 hafi verið kosin milliþinganefnd til að semja álitsgerð um hlutverk og stöðu ungmennafélaga í nútíma þjóð- félagi. Nefndina skipuðu Valdimar Óskarsson, Kristján Ingólfsson, Jó- hannes Sigmundsson, Óskar Ágústs- son og Guðmundur Sigurðsson. Nefndin kom saman á nokkra fundi á árinu og samdi álitsgerð, sem Valdi- Jón Guiíniundsson, annar þingforseti 25. l'ingsins í rœöustóli. mar las upp og skýrði. Einnig sýndi hann þingfulltrúum skýringarmyndir er hann hefur gert. Sýna þær stöðu ungmennafélaganna í dag. Að lokum flutti Valdimar tillögur nefndarinnar sem hann lagði fram vélritaðar. Nán- ar er frá þessu máli skýrt í grein Valdimars hér í blaðinu. Sambandsstjóri, sr. Eiríkur J. Ei- ríksson þakkaði milliþinganefndinni ágæt störf og ræddi nokkuð um ein- staka iiði álitsgerðarinnar. Vilhjálm- ur Einarsson kvaddi sér hljóðs, ræddi nokkur atriði úr ræðu Valdimars, en bar að því loknu ásamt Jónasi Gests- syni og Jóni M. Guðmundssyni fram tillögu um að UMFÍ leitaði eftir sam- starfi við ÍSÍ um skrifstofuhald o. fl. Guðmundur Sigurðsson ræddi um fé- lög ungs fólks, skemmtanir o. fl. VII. Iþróttastarfsemi ungmenna- félaganna og fjárþörf Framsögumaður, Þorsteinn Einars- son, i’æddi í upphafi máls síns um hin nýju skýrsluform, er stjórn UMFf hafði látið gera fyrir þingið. Þá ræddi hann um íþróttastarfsemi ungmennafélaganna og skýrði frá at- hugun, sem hann hefur gert á fjölda iðkenda í hinum ýmsu íþróttagrein- um. Þá ræddi framsögumaður um fjárþörf félaganna. Taldi hann nauð- synlegt að sveitarfélög og sýslufélög veittu félögum og héraðssamböndun- um fjárhagslegan stuðning. Að lok- um ræddi hann um íþróttasjóð og hlutverk hans. Að ræðu Þorsteins lokinni ræddi Daníel Ágústínusson um íþróttasjóð og fjárþörf hans og eins um þá nauð- syn, að UMFÍ fái fastan tekjustofn til starfsemi sinnar. SKINFAXI 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.