Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 6
Gunnar Sveinsson ræddi um fjár- mál UMFl og bar saman fjárframlög hin opinbera til ÍSl og UMFÍ. Hann taldi nauðsyn bera til að þetta þing sendi frá sér ákveðna beiðni til Al- þingis um fjárframlög til UMFl til jafns við framlög til ISÍ. Fleiri tóku til máls um þessi atriði. VIII. Þrastarskógur Framsögumaður Stefán Jasonarsson skýrði frá því, að á síðasta sambands- þingi hefðu eftirtaldir menn verið kosnir í Þrastarskógarnefnd: Stefán Jasonarsson, Böðvar Pálsson, Snorri Þorsteinsson. Síðar tilnefndi stjórn UMFl í nefndina þá Skúla H. Norð- dahl og Ulfar Ármannsson. Nefndin skilaði áliti á sambandsráðsfundinum á Sauðárkróki 1966. Á þeim fundi var nefndinni falið að starfa áfram til sambandsþings 1867. Hefur hún sam- ið nefndarálit sem hún lagði fjölrit- að fyrir þingið. Stefán skýrði það og las einnig upp úr fundagerðabók Þrastaskógarnefndar hinnar fyrri. IX. Önnur mál Sr. Eiríkur J. Eiríksson, sambands- stjóri, bar fram tillögu um eflingu íþróttasjóðs. Þá bar sambandsstjóri fram 10 aðrar tillögur f. h. stjórnar UMFl. Kosningar I. Framsögumaður kjörnefndar Þór- oddur Jóhannsson lýsti tillögu nefnd- arinnar, sem lagði eindregið til að sr. Eiríkur J. Eiríksson hlyti kosningu. Var sú tillaga samþykkt með dynj- andi lófataki. Snorri Sigfússon, einn af elztu forystumönn- um Iireyfingarinnar, sem nú eru á Iifi, flutti skörulegt ávarp. II. Framsögumaður skýrði frá því að Ármann Pétursson hefði eindregið óskað eftir því að hverfa úr stjórn UMFl og hefði kjörhréfanefnd tekið það til greina. Þá lagði nefndin til að eftirtaldir menn yrðu kosnir: Guð- jón Ingimundarsson, Hafsteinn Þor- valdsson, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Óskarsson. Hlutu þeir full- tingi með lófataki. III. Varameðstjórnendur: Jóhannes Sig- mundsson, Óskar Ágústsson, Jón Hjartar. Var sú tillaga samþ. samhl. Endurskoðendur: Ólafur Ág. Ólafs- son, Teitur Guðmundsson. Varaendurskoðendur: Björn Sig- urðsson, Skúli Norðdahl. Þingslit Síðasti þingfundur fór fram í veit- Frh. á 19. síðu 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.