Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 7

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 7
Samþykktir 25. sambandsþings UMFÍ Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar á þinginu: Erá menntamálanefnd: 1. 25. sambandsþing UMFÍ, haldið á Þingvöllum 16.—17. sept. 1967, tel- ur brýna nauðsyn bera til að auka fræðslu í æskulýðsfélögum og skólum um gildi íslenzkra þjóðernisverðmæta. Þingið felur sambandsstjórn UMFl að fara þess á leit við menntamála- ráðherra að hann skipi nú þegar nefnd til þess að rannsaka ástand þessara mála meðal æskufólks og skipuleggja aukna fræðslu um þjóð- ernismál. 2. 25. sambandsþing UMFl lýsir ánægju sinni yfir bættu samkomuhaldi á veg- um ungmennafélaganna og annarra æskulýðssamtaka, og bendir sérstak- lega á hin glæsilegu mót, sem fram hafa farið víða um land að undan- förnu. Sambandsþingið hvetur fleiri héraðssambönd til framkvæmda á þessu sviði og skorar á ungmennafé- lögin að efla heilbrigt skemmtanalíf í landinu. 3. 25. sambandsþing UMFl telur rétt, að fenginni reynzlu, að haldið verði á- fram skákkeppni á vegum UMFl. Samþykkir þingið að komið verði á svæðakeppni í skák með svipuðu fyr- irkomulagi og á sér stað í hópíþrótt- um, þannig að þrjár sveitir keppi til úrslita á komandi landsmótum UMFl. 4. 25. sambandsþing UMFl þakkar ung- mennafélögum landsins aukið fram- tak um leikstarfsemi og hvetur til þess að haldið verði áfram á sömu braut. Þá þakkar þingið hinu opin- bera veittan stuðning, en minnir á, að leikstarfsemi ungmennafélaga er þáttur í fjölþættu heildarstarfi. 5. 25. sambandsþing telur áríðandi að settar verði nú þegar ákveðnar regl- ur um fólksfjölda á samkomum í fé- lagsheimilum, svo og um lokunartíma þeirra. Einnig að unglingar innan 16 ára aldurs fái ekki aðgang að opin- berum dansleikjum nema tryggt sé, að um vinlausar samkomur sé að ræða. 6. 25. sambandsþing UMFl, haldið á Þingvöllum 16.—17. september 1967, átelur harðlega þá ráðstöfun að út- hluta lóðum til einstaklinga í þjóð- garði Islendinga á Þingvöllum og í næsta nágrenni. Þingið skorar á við- komandi aðila að semja um endur- heimt þeirra lóða, sem þegar hefur verið úthlutað. Þingið leggur áherzlu SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.