Skinfaxi - 01.11.1967, Page 9
I»rír af gestum 25.
þings UMFl.
Frá vinstri:
Stefán Ól. Jónsson
Þorsteinn Einarsson
og: Uaníel Ágústínus-
son.
lögu til væntanlegrar sambands- o. fl., er framkvæmdaaðili mótsins
stjórnar til athugunar. telur ástæðu til.
4.
25. sambandsþing UMFÍ samþykkir,
að það verði fastur liður í starfsemi
UMFÍ að efna til utanfarar að af-
loknu landsmóti hverju sinni.
5.
25. sambandsþing UMFÍ samþykkir
að stjórn UMFl hverju sinni hafi vald
til að krefja héraðssamböndin um
starfskrafta við dómarastörf og
framkvæmd keppni á landsmótum.
Starfsmenn þessir yrðu sendir á eig-
in kostnað á mótsstað, en fengju
frítt fæði á meðan á mótinu stendur.
IV. Frá Landsmótsnefnd
1.
25. sambandsþing UMFl, haldið á
þingvöllum 16.—17. september 1967,
leggur ríka áherzlu’ á að undirbúning-
ur og framkvæmd 13. Landsmóts
UMFl takist sem bezt og verði ung-
mennafélagshreyfingunni til heilla og
farsældar. Þingið skorar á ung-
mennafélög um allt land að vinna
markvisst, að undirbúningi og þátt-
töku i landsmótinu og leggja fram
starfskrafta mótsdagana svo sem
unnt er í sambandi við íþróttakeppni
2.
25. sambandsþing UMFl beinir því til
sambandsstjórnarinnar að hefja und-
irbúning að 15. Landsmóti UMFl, þar
sem þegar hafa komið fram ákveðnar
óskir þriggja héraðssambanda um að
fá að halda mótið.
3.
25. sambandsþing UMFl ákveður að
14. Landsmót UMFl verði háð í
Skagafirði árið 1971.
V. Frá Fjárhagsnefnd
1.
Fjárhagsnefnd telur sér ekki fært að
gera fjárhagsáætlun fyrir næsta ár,
þar sem tekjur sambandsins eru mjög
litlar og óvissar en fjárþörf mikil, ef
starfsemi á ekki stórlega að lamast.
Meðan ekki er tryggt meira f jármagn
til starfseminnar felur þingið vænt-
anlegri stjórn að ráðstafa þeim tekj-
um, sem til staðar eru.
2.
25. sambandsþing UMFl felur vænt-
anlegri sambandsstjórn að leita allra
hugsanlegra ráða til að útvega fastan
Frh. á 26. síðu
SKINFAXI
9