Skinfaxi - 01.11.1967, Qupperneq 14
útbreiðslu og starfi hreyfingarinnar
á þeim tíma sem liðinn er frá stofn-
un fyrstu ungmennafélaganna og
stofnun UMFÍ fyrir 60 árum.
Allur samanburður hér að lútandi
er þó verulegum erfiðleikum bund-
inn bæði vegna skorts talnalegra
gagna og sérstaklega vegna þeirra
gjörbreytinga sem átt hafa sér stað í
íslenzku þjóðfélagi á þessu tímabili.
Fyrsta og mikilvægasta atriðið er
flutningur fólksins úr strjálbýlinu í
þéttbýlið, en láta mun nærri að um
80% þjóðarinnar hafi búið í strjálbýii
landsins á fyrstu árum ungmennafé-
laganna hér á landi.
Á þessu sviði hefur orðið gjör-
bylting, þannig að nú býr aðeins um
15% af íbúum landsins í strjálbýii,
þ. e. a. s. í sveitum landsins.
öllum er ljóst að slíkur tilflutning-
ur fólks hefur miklar breytingar í för
með sér, ekki síður félagslega en á
öðrum sviðum.
Og hver hefur orðið raunin á hjá
ungmennafélagshreyfingunni í þessu
umróti? All víðtæk athugun leiðir í
ljós, að ungmennafélögin hafi haldið
sinu og það fyllilega á mjög mörgum
stöðum á landinu. Prósentutala ung-
mennafélaga miðað við ibúafjölda er
víða jákvæð, og verkefnakönnun leið-
ir í ljós að þar hefur fátt eitt fallið
niður af því sem áður var iðkað.
Hinsvegar hefur margt nýtt bætzt
við, og segja má að ungmennafélögin
hafi víða unnið, og vinni enn í dag, að
sínum verkefnum af mjög mikilli ár-
vekni, einlægni og trú á landið og
fagra framtíð þess og þeirra lcyn-
slóða, sem eiga eftir að ala hér aldur
sinn, byggja upp og leysa verkefni
við breyttar aðstæður nýrra þjóðfé-
lagshátta.
Vissulega hafa ýms byggðalög orð-
ið nokkuð útundan varðandi störf
ungmennafélaganna og það dylst
engum, að á þessu sviði sem öðrum
veltur slíkt félagsmála- og uppbygg-
ingarstarf á forsvarsmönnum til þess
að kalla fram og virkja einstaklings-
eðlið hjá hverjum og einum og beina
því á vissar brautir í hugsun og fram-
kvæmd.
Andi ungmennafélagsskaparins er
ávallt ungur, hugsun og starfshættir
þessa félagsskapar hafa slíka aðlöð-
unarhæfni og þá mótunarmöguleika,
að það getur ávallt samrýmst aldar-
andanum á hverjum tíma. Er hægt
að benda á fjölmörg dæmi því til
sönnunar, en eitt nægir til að sanna
það sem hér er sagt, það eru lands-
mót UMFl, þessir ,,01ympíuleikar“
UMFf sem haldnir voru síðast með
sérstökum glæsibrag á Laugarvatni
árið 1965 með á áttunda hundrað
þátttakenda í keppnisgreinum, frá 17
sambandsaðilum.
f I' ■
Starfshættir
I öðru lagi var nefndinni gert að gera
tillögur um starfsemi UMFl í náinni
framtíð.
Nefndin lítur svo á, að í raun og
veru sé hér um tvíþætt verkefni að
ræða:
1. Uppbygging ungmennafélag
anna heima í héruðum og efling
héraðssambandanna.
2. Skipulagning á framkvæmda-
stjórn og forystu UMFf.
Uppbygging ungmennafélaganna
er að sjálfsögðu hornsteinn hreyfing-
arinnar. Með fyrrgreindum breyttum
14
SKINFAXI