Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.11.1967, Blaðsíða 20
13. Icmdsmótið nálgast 1 októbermánuði s. 1. var boðið til blaða- mannafundar i Reykjavík til að kynna undirbúning 13. landsmóts UMFl. Björn Magnússon formaður landsmótsnefndar skýrði við það tækifæri frá undirbúnings- starfinu á eftirfarandi hátt: Ungmennafélag fslands hefur frá ár- inu 1909 til þessa dags gengist fyrir 12 landsmótum í íþróttum. Hið fyrsta var háð á Akureyri 17. júní 1909, en hið síðasta á Laugarvatni 3.—4. júlí 1965. Mót þessi hafa að sjálfsögðu tekið miklum stakkaskiptum á svo löngu tímabili. Á fyrstu mótunum var að- eins keppt í frjálsum íþróttum og glímu, en síðan hafa fleiri og fleiri greinar verið teknar í keppnina svo sem sund, starfsíþróttir, knattspyrna, handknattleikur kvenna og á næsta móti verður tekin inn keppni í körfu- knattleik. Þá mun á næsta móti tekin upp keppni í tveim greinum starfs- íþrótta, en aðrar greinar felldar úr í staðinn. Má segja að þessi mót spenni nú yfir mikinn fjölda þeirra íþrótta- greina sem keppt er í á öðrum stór- mótum. Landsmót UMFÍ eru ekki aðeins vettvangur íþróttakeppni heldur einn- ig sýning. Þar hafa farið fram hóp- sýningar karla og kvenna í fimleik- um, þjóðdansasýningar og á síðasta móti söguleg leiksýning. Landsmótin eru ekki aðeins það, sem nefnt hefur verið. Þau eru orð- in þjóðhátíð, sem unga fólkið flykk- ist á til keppni og leikja, og fullorðn- ir ungmennafélagar og aðrir, sem k íþróttum unna leggja með gleði í langar ferðir landshorna milli til að sjá og hvetja. Tilgangur slíkra móta er marg- þættur, en sá er einn aðaltilgangur þeirra að lyfta undir lifandi starf í ungmennafélögunum og vekja til starfs. Þau eru svo sannarlega orðin stórt mark, sem stefnt er að af hundruðum ungmenna. Á 12. landsmóti UMFl að Laugar- vatni lagðist allt á eitt til að skapa ógleymanlega keppni og mannfagn- að: ágætur undirbúningur, mikill fjöldi þátttakenda, góð aðstaða til keppni og sýninga, traust stjórn og * skipulagning. Síðast en ekki síst inn- römmuðu veðurguðirnir þetta allt með því dásamlegasta veðri, sem hægt var að hugsa sér. Má segja að þetta mót hafi farið fram úr öðrum, hvað snerti glæsibrag. Formaður landsmótsnefndar 12. landsmóts UMFÍ var Stefán Jasonarson, en framkvæmdastjóri var Hafsteinn Þorvaldsson. Fyrir nærri tveimur árum var það ákveðið, að Ungmenna- og íþrótta- >, samband Austurlands sæi um 13. landsmót UMFl. Var þá þegar ákveð- ið, að mótið yrði haldið að Eiðum, hinu gamla menntasetri Austui’lands. Landsmótsnefnd var kosin á þingi UlA haustið 1966, en hana skipa Björn Magnússon formaður, Jón Ölafsson Eskifirði, Sveinn Guðmunds- son Hrafnabjörgum, Magnús Stefáns- 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.