Skinfaxi - 01.11.1967, Side 21
^lerki 13. lanílsmóts, gert af Þórarni I>ór-
^i'inssyni yngra frá EiSum.
son Fáskrúðsfirði, Sigurður Blöndal
Hallormsstað, Elma Guðmundsdóttir
Heskaupstað allir frá UÍA og frá
HMFÍ Hafsteini Þorvaldssyni, Sel-
fossi.
Httdirbúningur
Segja má að undirbúningur 13. lands-
móts hæfist með því á s. 1. sumri
(Þ- e. a. s. 1966) að íþróttavöllurinn
að Eiðum var unninn upp og sléttað-
Ur- Var hann orðinn missiginn og kal-
Jún eftir hin slæmu ár, sem gengið
eafa yfir. Síðan var beðið til vors
^67, en þá var sáð í völlinn. Vegna
kúlda og klaka í jörðu fór sáning
ekki fram fyrr en 16. júní. Þá var
Serður handknattleiksvöllur austan
aðalvallarins. Við þann völl nýtast
úhorfendasvæði aðalvallar að miklu
eyti í þriðja lagi var gerður knatt-
sPyrnuvöllur skammt norðan við áð-
Urnefnda velli. Allir þessir vellir eru
Sfasvellir, aðalvöllurinn ræktaður
UPP með fræi, svo sem áður er sagt,
°n hinir þökulagðir.
sKinfaxi
Þá var sléttað og þakið áhorfenda-
svæði við væntanlegan sýninga- og
danspall. Ennfremur hefur íþrótta-
svæðið verið girt að miklu leyti.
Framkvæmdir þessar voru allar unn-
ar á nýliðnu sumri nema jöfnun aðal-
vallarins. Það fer að sjálfsögðu mikið
eftir því, hvernig vorar, hve góðir
vellirnir reynast. En við vonum eins
og Islendingar hafa alltaf gei't, að
það vori snemma og vori vel.
Unnið hefur verið að því að tryggja
landsmótinu þá aðstöðu utan húss og
innan, sem til er á Eiðum og hefur
málaleitunum okkar um fyrirgreiðslu
verið tekið frábærlega vel.
Án húsnæðis í Alþýðuskólanum og
Barnaskólanum værum við illa settir.
Merki 13. landsmótsins hefur verið
gert. Er það teiknað af Þórarni Þór-
arinssyni yngri frá Eiðum. Teiknaði
hann merkið eftir beiðni landsmóts-
nefndar, þó ekki beri að skilja það
svo, að nefndin hefði nein afskipti af
gerð þess. Held ég að segja megi að
mjög vel hafi til tekizt um gerð þess.
Um keppnina er ekki ástæða að
fjölyrða að sinni, en hún mun fara
fram eftir sömu reglum og á undan-
förnum landsmótum.
Forkeppni hefur þegar farið fram í
knattspyrnu og handknattleik, en
forkeppni í körfuknattleik fer fram
í vetur. Mæta þrjú lið í knattspyrnu
og þrjú lið í handknattleik kvenna til
keppni að Eiðum.
Sérstök hátíðadagskrá fer fram
seinni dag mótsins, svo sem venja
hefur verið á síðustu mótum og er
þegar hafin undirbúningur þeirra at-
riða, sem þar fara fram. Má þar
nefna hópsýningu pilta í fimleikum,
sem Þorvaldur Jóhannsson íþrótta-
21