Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 22
Af vettvangi
ungmennafélaganna
ÁRSÞING UÍA
Ársþing Ungmenna- og íþróttasambands
Austurlands var haldið á Iðavöllum, félags-
heimili Vallamanna á Héraði, dagana 18. og
19. nóvember s. 1. Þingforsetar voru Gunnar
Guttormsson og Kristinn Ivarsson.
Tvö umfangsmikil og mikilvæg mál mót-
uðu störf þingsins. Það var annarsvegar
endurskipulagning sambandsins og hinsveg-
ar landsmótsmálin.
Mikill áhugi ríkir fyrir þvi að framkvæmd
landsmótsins á Eiðum verði með sem mest-
um sóma að sumri, og var undirbúningur
ræddur og skipulagður.
Skipulagsmálin voru mjög á dagskrá, eins
og áður segir. Voru samþykkt ný lög fyrir
UÍA á þinginu. Samkvæmt þeim er gert ráð
fyrir auknu og sjálfstæðara starfi sérráða í
hinum ýmsu íþróttagreinum og einnig i
ýmsum greinum félagsmála. Sérráð eru
mynduð fyrir hin ýmsu svið, ef minnst þrjú
félög óska þess. Sérráð eru kosin á ársþing-
um.
Stjórn UlA og formenn mynda sambands-
ráð. Öll fjármál sérráðanna eru háð eftirliti
sambandsgjaldkera. Sérráðin gera tillögur
um niðurröðun móta í sinni grein, en sam-
bandsráðsfundur ákveður endanlega móta-
skipulagið og hefur æðsta ákvörðunarvald i
fjármálum. 1 þessu sambandi má geta þess,
að Austlendingar hafa mikinn hug á að
komið verði á fót sérstökum riðli fyrir Aust-
urland í 3. deild Islandsmótsins í knatt-
spyrnu.
Mikill íþróttaáhugi er á Austurlandi.
Starfsíþróttir eru nú í fyrsta sinn á dag-
skrá þar eystra, og var sérstök starfsíþrótta-
kennari á Seyðisfirði mun stjórna og
þjóðdansasýningu, sem frú Elín
Óskarsdóttir á Eskifirði mun stjórna.
Þá mun og fara fram söguleg leik-
sýning og kórar syngja.
nefnd kosin á þinginu.
Kristján Ingólfsson skólastjóri á Eskifirði
var endurkjörinn formaður UlA og aðrir í
stjórn: Jón Ólafsson Eskifirði, varaformað-
ur, Magnús Stefánsson, Fáskrúðsfirði, ritari,
Björn Ágústsson, Egilsstöðum, Sveinn Guð-
mundsson, Eiðum, Elma Guðmundsdóttir,
Neskaupstað og Björn Magnússon, Eiðum.
FRÁ SNÆFELLINGUM
Iíéraðsþing HSH var haldið að Breiðabliki
í Miklaholtshreppi 12. marz s. 1. Gestir þings-
ins voru Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi
og Jón F. Hjarlar frá UMFl. Þingforseti var
kosinn Stefán Ásgrimsson. Gestir þingsins
fluttu báðir ræðu á þinginu.
Formaðu Héraðssambands Snæfellsness-
og Hnappadalssýslu, Jónas Gestsson, flutti
skýrslu stjórnarinnar. Rakti hann helztu
störf sambandsins frá siðasta þingi. Tvser
unglingaskemmtanir voru haldnar s. 1. sum-
ar á vegum HSH, önnur að Breiðabliki og
hin í Ólafsvík í samvinnu við UMF Víking.
Formaður þakkaði Sigurði Helgasyni fyrir
góða og árangursríka þjálfun frjálsíþrótta-
fólks sambandsins. Að venju var haldið hér-
aðsmót í frjálsum íþróttum og einnig sund-
mót. Unglingamót í frjálsum íþróttum var
haldið, og einnig knattspyrnumót HSH með
tvöfaldri umferð. Keppt var í frjálsum
íþróttum við Héraðssambandið Skarphéðinn
eins og mörg undanfarin ár.
Miklar umræður voru á þinginu um fé'
lagsmál, fjármál og íþróttamál o. fl. Kosið
var í 7 sérráð, sem starfa innan sambands-
ins, en þau eru: Knattspyrnuráð, frjáls-
íþróttaráð, sundráð, körfu- og handknatt-
Uppliaflega var áformað að 13-
landsmótið færi fram fyrstu helgi í
júlí, en sú breyting verður á, að það
mun fara fram um aðra helgina í
þeim mánuði.
22
SKINFAXI