Skinfaxi - 01.07.1968, Blaðsíða 8
ÞÓRODDUR JÓHANNSSON:
Hreppakeppni UMSE
Á ársþingi Ungmennasambands Eyja-
fjarðar í febrúar 1967, kom Páll Garð-
arsson formaður Ungmennafélagsins
Ársól Öngulstaðahreppi, með þá hug-
mynd að efna til spurningakeppna milli
sveitarfélaga á sambandssvæðinu. Náði
þessi hugmynd þegar miklu fylgi og
var samþykkt samhljóða að hefja
keppnina með haustdögum. Um mán-
aðarmótin október-nóvember sl. hófst
svo keppnin, milli hinna 13 sveitar-
félaga á sambandssvæðinu, ásamt Ólafs
fjarðarkaupstað. Urðu keppnirnar því
alls sjö og lauk þeim öllum fyrir ára-
mót. Þrír keppendur voru frá hverjum
hreppi, fengu 10 spurningar til úrlausn-
ar og voru margar þeirra í fleiri en
einum lið. — I febrúar hófst svo önnur
umferð, en í byrjun maí var úrslita-
keppnin háð. Lauk henni með sigri
Dalvíkurhrepps á móti Árskógshreppi.
Yfirleitt voru keppnirnar tvísýnar og
skemmtilegar, en álit manna það, að
Dalvíkingar hafi unnið réttlátan sigur.
I sveit þeirra voru: Helgi Þorsteinsson,
Vilhjálmur Björnson og Tryggvi Jóns-
son.
I sambandi við þessar keppnir voru
alltaf önnur skemmtiatriði, svo sem
einsöngur, kvartettsöngur, fimleikar,
danssýningar, leikþættir, gamanvísur,
upplestur, bingó og venjulega var dans
Stúlkur af
Arskógsströnd
sýndu íslcnzka
þjóðbúninga.
8
SKINFAXI