Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 14
knattleiksmenn UMSS góðum árangri,
en komust ekki í úrslit landsmótsins.
Sundfólkið stóð sig með prýði og vann
Meistaramót Norðurlands í sundi í
sjötta skiptið í röð og þar með Fisk-
iðjubikarinn til eignar. Frjálsíþrótta-
fólkið sýndi einnig dugnað í keppni.
Þá kom fram, að Skúlanefnd hefur
unnið að því að komið yrði upp minnis
varða um Skúla Magnússon fógeta við
hinn gamla bústað hans að Stóru-
Ökrum.
Guðmundur Guðmundsson var kjör-
inn íþróttamaður ársins. Afhenti for-
maður honum hinn fagra verðlauna-
grip Samvinnutrygginga.
Þá voru veitt verðlaun fyrir sveita-
keppni í skák og hraðskákmót. Sveit
Umf. Tindastóls sigraði í sveitakeppn-
inni en Pálmi Sighvatsson í hraðskák-
mótinu.
Sambandið stóð að hátíðahöldum á
Sauðárkróki 17. júní ásamt Umf.
Tindastóli og Sauðárkróksbæ. Var þá
m. a. keppt í frjálsum íþróttum, knatt-
spymu og sundi. Unglingadansleikur
var í Bifröst og síðan almennur dans-
leikur um kvöldið .Jón Ormar Orms-
son var fulltrúi UMSS í þjáðhátíðar-
nefndinni.
Ingimundur Ingimundarson annað-
ist íþróttakennslu hjá ungmennafélög-
unum á vegum UMSS, bæði í frjálsum
íþróttum og handknattleik. Auk þess
kenndi Guðmundur Harðarson sund
um nokkra daga skeið hjá Umf. Tinda-
stóli og Umf. Fram. Ýmsir aðrir önn-
uðust einnig sundþjálfun. Erlendur
Sigþórsson sá um þjálfun knattspyrnu-
liðs sambandsins. Þórarinn Guðmunds-
son hefur undanfarið verið aðalþjálfari
í körfuknattleik.
Gestur Þorsteinsson hlaut Blöndals-
bikarinn fyrir bezta afrek í frjálsum
íþróttum (langstökk 6,82 m, 782 stig)
og Guðrún Pálsdóttir Blöndalsbikarinn
fyrir sund (100 m bringusun 1.31,5
mín. 653 stig).
Á liðnum vetri var haldið skíðanám-
skeið á Sauðárkróki á vegum Umf.
Tindastóls og skólanna þar. Kennari
var Gunnar Guðmundsson frá Siglu-
fiiiði. Skíðafelag Fljótamanna hefur
annars haldið uppi hróðri Skagfirð-
inga í skíðaíþróttinni með ágætri frami
stöðu, t. d. varð Trausti Sveinsson tvö-
faldur Islandsmeistari í göngu (15 km.
og 30 km.).
Héraðsmót í frjálsum íþróttum var
haldið 11. og 12. ágúst. Umf. Höfð-
strendingur vann stigakeppnina, hlaut
90 stig og hlaut Héraðsmótsbikarinn,
sem gefinn er af Lionsklúbbi Sauðár-
króks.
UMSS sigraði í þriggja sambanda
keppni sem fram fór á Hvammseyrum
í Langadal 3. september með 168
stig. USAH hlaut 113(4 stig og USVH
92 stig.
Héraðssundmót var á Sauðárkróki
29. og 30. júlí. Umf Tindastóll sigraði
í stigakeppninni. Birgir Guðjónsson
hlaut Grettisbikarinn í 4. sinn, en Sig-
urlína Hilmarsdóttir hlaut Bringusunds
styttuna fyrir sigur í 200 m. bringu-
sundi kvenna. Aldursflokkamót í sundi
var haldið 14. júlí. Skagfirzkt íþrótta-
fólk tók þátt í allmörgum íþróttamót-
um utan héraðs.
Niðurstöðutölur efnahagsreiknings
UMSS fyrir 1967 eru kr. 67.421,- og
rekstrarreiknings kr. 132.835,-
Þingið lagði áherzlu á að undirbúa
vel þátttöku sambandsins í landsmót-
inu á Eiðum í sumar. Þá var einnig á-
kveðið að hefja undirbúning 14. lands-
14
SKINFAXI