Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1968, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.07.1968, Qupperneq 18
an verði haldið mót á Laugum 1. sept. sem boðið sé til keppendum frá öðrum héraðssamböndum. Aðalfundur HSÞ leggur til að íþrótta- félaginu Völsungi verði falið að sjá um héraðsmót HSÞ á skíðum veturinn 1968—1969. Ennfremur leggur nefnd- in til að ráðamenn Laugaskóla stuðli að eflingu skíðaíþróttarinnar meðal nemenda. Eftirfarandi frjálsíþróttamót voru ákveðin: Héraðsmót HSÞ 27. — 28. júlí og unglingakeppni HSÞ 18. ágúst. Ur stjórn sambandsins áttu að ganga þeir, Óskar Ágústsson, Stefán Kristjáns Sigþór Hjörleifsson HSH varpaði kúlunni 15.00 m. son og Arngrímur Geirsson og voru þeir allir endurkosnir. Stjórn HSÞ er þannig skipuð: Óskar Ágústsson, for- maður, Vilhjálmur Pálsson varafor- maður, Sigurður Jónsson ritari, Arn- grímur Geirsson gjaldkeri og Stefán Kristjánsson meðstjórnandi. (Fréttaritari HSÞ). Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hélt ársþing sitt 12. maí sl. I starfsskýrslu stjórnarinnar fyrir árið 1967 eru m. a. eftirfarandi upplýsingar: Sérráð eru starfandi innan sam- bandsins í hinum ýmsu íþróttagrein- um, knattspyrnuráð, frjálsíþróttaráð, sundráð, körfu- og handknattleiksráð, skákráð, starfsíþróttaráð og glímuráð. Þrjár æskulýðsskemmtanir voru haldnar á árinu. Voru þær nokkuð vel sóttar og fóru vel fram .Reynt var að vanda vel til þessarra skemmtana bæði með því að fá góðar hljómsveitir og aðra góða skemmtikrafta. Á þessum skemmtunum voru einnig flutt ávörp um bindindismál. Auk þess voru haldn- ir almennir dansleikir í sambandi við flest íþróttamót. Guðmundur Símonarson íþrótta- kennari starfaði á vegum HSH og ferð- aðist milli félaga og leiðbeindi eftir því sem aðstæður leyfðu. Sigurður Helga- son skólastjóri sá um og leiðbeindi á æfingum frjálsíþróttafólks, sem haldn- ar voru einu sinni í viku. Auk þess skipulagði hann og stjórnaði flestum frjálsíþróttamótum, sem haldin voru á vegum sambandsins. Hrefna Markan íþróttakennari annaðist æfingar sund- 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.