Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 19

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 19
fólks. Már Sigurðsson íþróttakennari kenndi glímu ásamt Sveini Guðmunds- syni. A vegum HSH voru haldin 6 frjáls- íþróttamót á árinu, auk þess sem hér- aðakeppni HSH og HSK fór fram á vegum HSH að þessu sinni. Þá eru ó- talin mót, sem einstök félög innan HSH stóðu fyrir, og auk þess var HSH þátt- takandi í Bikarkeppni FRÍ og Meistara móti íslands. íþróttafélag Miklaholts- hrepps varð stigahæst á héraðsmótinu. Sex knattspyrnulið frá fimm félög- um tóku þátt í Knattspyrnumóti HSH 1967. A-lið Umf Víkings í Ólafsvík og lið Umf Snæfells í Stykkishólmi hlutu bæði 9 stig á mótinu. Kepptu liðin síð- an til úrslita á Hellissandi, og sigraði Umf Víkingur 2:0, og hlaut þar með HSH-bikarinn til varðveizlu næsta ár- ið. HSH tók þátt í 3. deildar keppni KSl. HSH varð nr. 2 í sínum riðli á eftir FH. Þá tók HSH þátt í forkeppni lands- móts UMFl. Komst liðið í undanúr- slit en ekki í sjálfa úrslitakeppnina. Þá var tekin upp sú nýbreytni að efna til knattspyrnukeppni fyrir pilta 14 ára og yngri. Tóku 4 félög þátt í keppninni og sigraði lið Umf Víkings. Hörður Felixson gaf bikar til þessarar keppni. HSH tók þátt í 1. sveitakeppni UMFÍ í skák, sem háð var að Leirá í Borgar- firði í maímánuði. HSH bar sigur úr býtum í keppninni, sigraði UMSK með 4i/2:i/2 og HSK með 3i/2:li/2. Sigur- sveit HSH skipuðu: Ingimar Halldórs- son, Gylfi Scheving, Ólafur Kristjáns- son, Jenni Ólason, Einar Hallsson og varamaður var Steinþór Guðmunds- son. Glímumót Vestfirðingafjórðungs var haldið í Stykkishólmi 8. apríl 1967. — Sigurvegari var Sveinn Guðmundsson. I unglingaflokki sigraði Þórður Frið- jónsson. Sveinn vann bikar þann, sem keppt er um í annað sinn. HSH átti keppendur bæði í Landsflokkaglímunni og í Islandsglímunni, en þar varð Sveinn Guðmundsson í öðru sæti. Héraðsmót HSH í sundi var haldið í Kolviðarnesslaug. Umf Snæfell varð stigahæst. Körfuknattleikur á vaxandi vinsæld- um að fagna í héraðinu. Héraðsmót var haldið í Stykkishólmi. Umg Snæfell sigraði, en það lið tók einnig þátt í 2. deild Islandsmótsins og í Bikarkeppni KKl. Innan vébanda HSH voru þessar í- þróttir iðkaðar 1967: íþróttagrein Iðkendur Knattspyrna 186 Frjálsar íþróttir 165 Sund 94 Körfuknattleikur 81 Handknattleikur 42 Glíma 19 Badminton 17 Skautaíþrótt 10 Skíðaíþróttir 10 Róður 7 Ungmennasamband Borgarfjarðar I Borgarfirði hefur verið komið af stað víðtæku og ánægjulegu starfi fyrir hina yngstu. Stjórn UMSB hefur samið sér- staka reglugerð um öll mót á vegum sambandsins í frjálsíþróttum, knatt- leikjum og sundi. Samkvæmt hinum nýju reglum er lögð áherzla á skipt- ingu í aldursflokka, og er skiptingin frá hámarksaldri drengjaflokks með SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.