Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 23

Skinfaxi - 01.07.1968, Síða 23
2. Sjónvarp. Vikulega, þ. e. á föstudögum, verða nokkrar myndir sýndar frá stöðum sem hafa verið skemmdir eða þar sem sóða- skapur er yfirþyrmandi og mun frétta- maður flytja viðeigandi varnaðarorð. 3. Dagblöðin. Vikulega, þ. e. föstudögum, munu dag- blöðin birta mynd frá illa meðförnum stað ásamt viðeigandi texta, en þetta verður rammað inn og þar með gert meira áterandi. Þetta þrennt er það sem lítur að fjöl- miðlunartækjunum. Aðrir aðalþættir herferðarinnar eru: a) Áminningarspjald. Spjald með minningu um náttúruvernd mun verða dreift á langtum flestar benzínstöðvar í landinu, kaupfélög og útibú, Hótel og veitingasölur um allt land. b) Áminningarbæklingur. Bæklingur um þetta efni hefur ver- ið gefinn út. Gerð hans hafa nokkr- ir innflytjendur jeppabifreiða stutt fjárhagslega. Hann er áminning til allra bílstjóra, en þó sérstaklega jeppaeig- enda, og þeim sendur, um að aka var- lega um byggðir og óbyggðir landsins og þar með forða náttúruspjöllum, því eins og segir í bæklingnum: ,,I okkar harðbýla landi er gróðurinn afar seinn að taka við sér, sérstaklega til heiða og f jalla og á einum degi má gera að engu margra alda uppbyggingu náttúrunn- ar í gróðurfari landsins. Til jarðrasks af völdum ökutækja má einnig stund- um rekja upphafið að uppblæstri og j ar ðvegseyðingu. “ V átryggingarf élög- in flest, hafa verið svo vinsamleg að taka að sér að senda þeim jeppaeigend- um, sem hjá þeim tryggja bækling þennan. c) Mjólkurbúðamiði. Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur verið svo vinsamleg að veita aðstand- endum herferðar þessarar mikilvægan stuðning með því að kosta gerð sér- staks ,,mjólkurbúðamiða,“ sem hvatn- ingu til allra um að fleygja ekki um- búðum á víðavangi. Efnt var til samkeppni um merki fyrir herferðina innan Myndlista- og handíðaskólan Islands. Fyrir valinu varð merki sem Rósa Ingólfsdóttir teiknaði. Ljósmyndari herferðarinnar er Krist inn Helgason kortagerðarmaður. Aðal- textahöfundar þeir Gestur Guðfinns- son blaðamaður og Ólafur B. Guð- mundsson lyfjafræðingur. Teiknun og umsjón með prentun hefur Auglýsinga stofa Gísla B. Björnssonar annazt. All- an undirbúning annan hefur skrifstofa Æskulýðssambandsins séð um í sam- ráði við Ingva Þorsteinsson magister. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.