Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1973, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.08.1973, Qupperneq 16
Breytt stjórnskipan UMFÍ Á síðasta UMFÍ-þingi voru gerðar breytingar á tveim greinum laga UMFÍ. Önnur var veigalítil og fjallaði um gjald- daga Skinfaxa en hin var mjög mikilvæg og fjallaði um stjóm og stjórnarkjör sam- takanna. Áður en nefnd lagabreyting var gerð, var stjóm UMFÍ skipuð fimm mönnum, og voru þeir jafnan bornir fram af uppstillingamefnd á þinginu og kosn- ingar heldur fátíðar. En áður en lengra er haldið skulum við líta á samþykktina sem þingið gerði en hún er þannig: „Upp- haf 6. greinar laga UMFÍ hljóði þannig: Sambandsstjóm er skipuð sjö mönnum, sambandsstjóra, ritara, gjaldkera, vara- sambandsstjóra og þremur meðstjóm- endum. Kosning stjómar skal vera skrif- leg. Sambandsstjóri er kosinn sér, en aðrir stjórnarmenn í einu lagi. Varastjórn skipa fjórir menn, skal hún kosin í einu lagi. Atkvæðafjöldi ræður röð varamanna og skal dregið um röð þeirra, séu at- kvæði jöfn. Við stjómarkjör skal þess gætt að a. m. k. tveir fulltrúar séu í kjöri frá hverju kjördæmi landsins, þar sem héraðssambönd eru starfandi með það í huga að jafnan sé í stjóm einn maður úr hverjum lands-fjórðungi. Aðalstjóm kýs úr sínum hópi til eins árs í senn tvo menn, er skipi framkvæmdastjórn ásamt framkvæmdastjóra. Aðalstjóm UMFÍ skal árlega halda að minnsta kosti einn stjóm- arfund í hverjum landsfjórðungi. Aðalbreytingin er því sú, að stjórnar- mönnum fjölgar úr 5 mönnum í 7, tryggt er að í kjöri séu menn frá öllum lands- hlutum og tvöföld sú tala sem kjósa á, að stjómarfundir verði í öllum lands- fjórðungum og þriggja manna fram- kvæmdastjórn skipuð. Nú er komin nokkur reynsla á þessa nýbreytni og er hún í alla staði jákvæð, framkvæmdastjórnin starfar fyrst og fremst sem vinnunefnd og kemur viku- lega saman til fundar eða því sem næst, nú þegar þetta er skrifað hefur fram- kvæmdastjómin t. d. haldið 19 bókaða fundi og tekið fyrir á milli 50 og 60 mál til meðferðar. Sjálfir stjórnarfundimir verða svo fyrst og fremst stefnumarkandi og skipuleggj- andi fundir sem afgreiða endanlega allar meiriháttar samþykktir og fjárhagsskuld- bindingar. Þeir verða færri nú en áður, en jafnframt stórum afkastameiri, t. d. var síðasti stjómarfundur sem haldinn var norður á Sauðárkróki tveggja daga fundur og afgreiddi verkefni, sem marga fundi með gamla laginu hefði þurft til að Ijúka. Þá er stefnt að því að fundir sem haldnir eru úti á landi hafi nokkuð útbreiðslugildi, þannig að í sambandi við þá verði fundir með heimamönnum til fróðleiks og kynningar. Eg er því bjart- sýnn á að þessi breyting ætli að verða til þess að gera samtökin skipulagslega séð, sterkari en áður. Sig. Geirdal. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.