Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 3
■n
Tímarit Ungmennafélags íslands — LXVI. árgangur — 2. hefti 1975. — Ritstjóri Eysteinn
Þorvaldsson — Út koma 6 hefti á ári hverju.
Unga fólkið
og
samgöngurnar
Fátt er það, sem hefur jafn niðurdrep-
andi áhrif á allt félagslíf og slæmar sam-
göngur. I raun má segja að það velti á
samgöngunum hvort hægt sé að halda
uppi viðunandi félagslífi eða ekki. Það
þýðir ekki að benda á að hér áður fyrr
hafi verið hægt að koma saman þótt
fólkið hafi þurft að koma gangandi lang-
ar leiðir á fundi, samkomur eða dans-
leiki. Það gerir enginn í dag.
Bezti tíminn til að halda uppi þróttmiklu
félagslífi eru vetrarmánuðirnir. Á sumrin
er fólkið meir á ferðinni og erfiðara að
ná til þess. En á vetrum eru samgöng-
urnar einnig erfiðastar. Það er algengt
að aflýsa þurfi samkomum vegna veðurs,
en oftar vegna ófærðar. Oftast er það
vegna þess að vegirnir eru gamlir lágir
og lélegir. Það má hugsa sér félag, sem
lagt hefur mikla vinnu í undirbúning
skemmtunar, en verður síðan að aflýsa
henni vegna ófærðar. Oft fer mikið af
allri undirbúningsvinnunni fyrir bí í slík-
um tilvikum og byrja verður allt upp á
nýtt eða hætta við allt saman. Fátt hefur
jafn slæm áhrif og ef slíkt kemur fyrir
hvað eftir annað. Þá fær unga fólkið snert
af innilokunarkennd og vill ekki dvelja á
slíkum stað, og þá er byggðinni verulega
hætt.
Á hverju voru flykkist fjöldi ungs fólks
út á land til sumardvalar en flýr suður
aftur á haustin. Margt af þessu fólki fer í
skóla, en fjöldinn fer einnig til vinnu.
Jafnvel þótt næga vinnu sé að fá í þeirra
heimabyggð. Þetta fólk myndi í mörgum
tilfellum dvelja áfram á sinni heimaslóð
ef það ætti ekki á hættu að verða inni-
lokað og án alls félagslífs svo langtím-
um skiptir.
Því má fullyrða að bezta ráðið til að
halda uppi öflugri byggðastefnu sé að
stórbæta samgöngur um land allt. Það
má ekki reka á reiðanum þar til fólkið
er flúið burt og allt orðið um seinan.
Góðar samgöngur skapa möguleika á
öflugu félagslífi, sem síðan stuðlar að
aukinni byggð á viðkomandi stað.
M. Ó.
SKINFAXI
3