Skinfaxi - 01.04.1975, Page 6
Landsmótið
nálgast
— Nokkur atriði um undirbúning mótsins
Framkvæmdastjóri — skrifstofa
Landsmótsnefnd hefur ráðið Ingólf A.
Steindórsson framkvæmdastjóra lands-
mótsins. Um miðjan apríl var opnuð
skrifstofa að Vesturgötu 52, Akranesi, og
verður framkvæmdastjóri þar til viðtals
milli kl. 17 og 19 á virkum dögum í apríl,
en á venjulegum skrifstofutíma frá 1.
maí. Símanúmer skrifstofunnar er
93-2215 og pósthólf á Akranesi nr. 132.
Húsnæði
Landsmótsnefnd mun útvega húsnæði
á vægu verði yfir landsmótsdagana fyrir
þau héraðssambönd, sem þess óska. Enn
er ekki Ijóst hversu mikið húsnæði
nefndin hefur til umráða og verða ná-
kvæmari upplýsingar um það sendar síð-
ar.
Tjaldbúðir
Keppendabúðir verða á túni við Byggða-
safn Akraness í næsta nágrenni við
íþróttasvæðið. Eins og áður hefur kom-
ið fram í bréfi var fyrirhugað að hafa
þessar tjaldbúðir á lóð Bamaskóla Akra-
ness, en horfið hefur verið frá því þar
sem búast má við því að þar verði ónæð-
issamt vegna næsta nágrennis við
íþróttahúsið, en þar verða haldnir dans-
leikir.
Borðtennis
Á fundi Landsmótsráðs, sem haldinn
var á Akranesi nýlega, kom það fram hjá
Sveinu Sveinbjömsdóttur, að til þess að
hægt væri að ákveða fjölda þátttakenda
frá einstökum héraðssamböndum þyrfti
fyrst að fá vitneskju um það hve mörg
sambönd sendu lið í borðsennis á mót-
ið. — Héraðssamböndum er því gef-
inn frestur til 1. maí til að tilkynna hvort
þau muni senda þátttakendur í borð-
tennis á mótið.
Fimleikar
Enn er óljóst um þátttöku í fimleika-
sýningunum. Allmargir hópar virðast
vera í gangi í báðum flokkum kvenna
og lítur allvel út með sýningar þar. Hins
vegar hafa æfingar karla revnst of erfið-
ar. Landsmótsnefnd hefur því ákveðið í
6
SKINFAXI