Skinfaxi - 01.04.1975, Qupperneq 25
7
Sambýli við höfuðskepnurnar
Á ársþingi Héraðssambandsins
Skarphéðins, 22. febrúar sl. flutti
Stefán Jónsson eftirfarandi á-
varp er hann bauð þingfulltrúa
velkomna á kvöldvöku í félags-
heimilinu Gunnarshólma í Austur-
Landeyjum. Stefán er formaður
Umf. Dagsbrúnar.
Þingfulltrúar, starfsmenn og gestir.
Ég býð ykkur velkomin fyrir hönd
ungmennafélagsins Dagsbrúnar til
stuttrar stundar sem við félagar von-
umst til að verði ykkur til einhverrar
ánægju.
Sjálfsögð kurteisi við þá gesti þessar-
ar vöku sem lítið eða ekkert þekkja til
starfsemi Dagsbrúnar nú og fyrr, er að
fara nokkrum orðum þar um. En þegar
grannt er skoðað er lítil þörf á þeirri
grein, því að sami er þráðurinn, sömu
viðfangsefnin og sama er viðhorfið til
veraldar og hjá öðrum félögum. Það við-
horf huga, heill þeirra handa sem skráðu
í öndverðu á merki sitt hugsjón sem
þeir hófu á loft og borin er enn af reisn.
Hugsjónina að gera hveirn félaga að
manni eftir því sem efni hans stæðu til.
Enn er hugsjónin jafnbrýn og áður,
þrátt fyrir það að í hópinn hefur slegist
tröllaukinn ferðafélagi — grunnskólinn.
Þótt breiður sé um herðar og höndin
stór er nokkurt álitamál hvort skæði
hans eru jafngóð og þeirra, sem hófu för
úr aldamótum í þeim ásetningi að ferða-
félagarnir ungu — milli tektar og tví-
tugs — ættu mann að meiri þsgar þeir
kæmu að heimreið sinni.
23. október 1909 kom umf. Dagsbrún til
þessarar farar og á þeirri leið sem orðin
er hafa margir þar í félagi reynst lið-
fúsir, og eru enn. Dagsbrún er ánægja í
að hafa lagt lið og leggja næstu tíðir
þeim ásetningi að vinna íslandi allt, vera
með í þeirri viðleitni að koma sem flest-
um til manns. Og að lokum nokkur orð
til þeirra sem þekkja lítt eða ekki til
þessarar sveitar, Austur-Landeyja.
Enginn kemst hjá sambýli við höfuð-
skepnurnar, en Austur-Landeyingar
hafa kynnst einni þeirra meir en flestir
aðrir. Það hafa raunar verið meira en
kynni: Hún er lif þeirra og dauði í marga
veru:
Vatnið!
Það skóp þær, hafði þær í farteski sínu
endur fyrir löngu, vann þær af vatni.
Það var að vísu aðeins öðruvísi vatn,
það vatn sem ennþá reisir Rán við Eyia-
sand.
Landeyingar komu og orrustan hófst
og hefur staðið fram á þennan dag. Þessi
SKINFAXI
25