Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1975, Blaðsíða 26
skapari eylandsins hótaði hörðum dauða, en þeir vörðust af karlmennsku og íþrött, vörðust með þvi að sækja föng til lifsins á vit vatnsins — vatnsins stóra. Ég veit ekki hvort þessir menn hefðu verið skráðir á skattaskýrslur i dag, sjó- menn eða bændur. Þó stappar nærri vissu að á trúnaðarskýrslu þeirri sem lif- ið krefst af hverjum daglega, þá hafa þeir verið vatnsins menn en ekki lands- ins. En nú fyrir stundu hefur orrustu- glaður tækniheimur kennt þeim þá list, að það er ekki nóg að verjast. Gagnsókn, leifturhröð er vænlegust. Þeir ristu því þær rúnir sem standa nú í ásýnd Land- eyja, skurðina, svo óvægilega að þeir urðu að flytja inn — vatn. Hafa þá Landeyingar sigrað í orrust- unni við vatnið? Það fer eftir þvi hvern- ig á það er litið. Þeir sigruðu á einum vigstöðvum en létu aðrar. Þeir leita ekki lengur á vit vatnsins stóra — á hafið, þaðan úr sem þeir drógu lífsbjörg sína og orrustumátt. Þeir vita af því, hjá því verður sennilega aldrei komist. Það velt- ir sem fyrr tröllauknari öldu þar á land en annarsstaðar gerist, en þeir eru hætt- ir að tefla við það um líf og dauða. Hvernig má það vera að þeir gáfu ekki upp þessa orrustu við höfuðskepnuna — vatnið, endur fyrir löngu? Svar fæst seint eða ekki. En á það má minnast að fyrir löngu síðan staldr- aði hér við í Landeyjum sveinn úr djúp- um dali norðan jökla, og hér við þá sýn til landsins sem auga birtist enn í dag, skynjaði hann betur og nær en flestir aðrir þá ákvörðun bóndans á Hlíðarenda, að snúa við og vinna íslandi allt. Hólmann þann lýsti vatnið griðum. Má vera að ásýnd landsins hér úr sveit hafi orðið mörgum Landeyingi hvati til baráttu fyrir lífi sínu, öðrum meira fagnaðarefni, nýr dagur í dags- brún yfir jökli. Stefán Jónsson. Ársþing Ársþing H.S.H. 1975 Lýsuhóli 8. febrúar sl. fulltrúar frá 9 félögum. voru þeir Hafsteinn Þorvaldsson form. UMFÍ og Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri UMFÍ. Á þinginu voru til umræðu mörg mál og samþykktir gerðar vegna Landsmóts UMFÍ á Akranesi í sumar. Úr stjórn sam- bandsins gengu formaður Guðmundur Sigurmonsson og gjaldkeri Sigurður R. Elíasson. Og var þeim þakkað mjög gott starf í þágu HSH. Það er orðin hefð innan HSH að kjósa „íþróttamann ársins“ fyrir hvert ársþing og var svo gert einnig nú. Kosningu að þessu sinni hlaut Ingibjörg Guðmunds- dóttir, íþróttafél. Miklaholtshrepps. Stjórn HSH kýs íþróttamann ársins hverju sinni. Ingibjörg hóf keppni að nýju sl. sumar eftir nokkurra ára hlé og náði mjög góð- um árangri í sinni bestu grein, kringlu- kasti, og komst í landslið fslands í þeirri grein. Einnig bætti hún árangur sinn i nokkrum greinum og setti HSH-met í langstökki og fimmtarþraut. Stjórn Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu skipa nú: Gunnar Kristjánsson form. Björn Svavarsson ritari Kristján Ragnarsson gjaldkeri Jónas Gestsson varaform. Sigurþór Hjörleifsson meðstjórn. Þórður Gislason meðstjórn. Ó. Ó. var haldið að Þingið sátu 23 rrPst.ir 'hine'sins 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.